Þýska goðsögnin Toni Kroos vakti athygli á dögunum eftir ummæli sem hann lét falla á Twitter eða X.
Kroos hefur lagt skóna á hilluna en hann spilaði síðast með þýska landsliðinu á EM í sumar.
Kroos lék lengi með Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid en sá síðarnefndi er enn að 39 ára gamall og spilar í Sádi Arabíu.
Ronaldo skoraði sitt 900. mark á ferlinum nýlega er hann komst á blað fyrir portúgalska landsliðið.
,,Ég næ ekki einu sinni 900 mörkum ef ég tek með alla leiki og allar æfingar,“ skrifaði Kroos og vakti tístið athygli.
Ronaldo er nú búinn að skora 901 mark en hann komst á blað í seinni leik Portúgals og tryggði sigur.
Þetta má sjá hér.
Don’t even reach 900 if i combine games and training goals https://t.co/ZAauK5Z1QU
— Toni Kroos (@ToniKroos) September 6, 2024