Stórstjarnan Neymar hefur svarað þeim sögusögnum sem hafa verið á kreiki með Instagram færslu.
Neymar hefur verið í umræðunni undanfarið en möguleiki er á að hann spili ekki leik fyrr en árið 2025.
Brassinn er á mála hjá Al-Hilal í Sádi Arabíu en hann hefur verið lengi að jafna sig af meiðslum sem hann hlaut í október 2023.
,,Ekki gefast upp,“ er á meðal þess sem Neymar skrifaði og birti mynd af sér í endurhæfingu hjá sínu félagsliði.
Fyrr í sumar var greint frá því að Neymar myndi snúa aftur á völlinn á þessu ári en undanfarið hefur verið talað um að hann verði ekkert með 2024.
Skilaboð Neymar eru ansi óskýr en hvort hann sé að gefa í skyn að það sé stutt í að hann snúi aftur á völlinn eða ekki er óljóst.
View this post on Instagram