Erling Haaland er við það að verða launahæsti leikmaður Manchester City en frá þessu er greint í dag.
Marca á Spáni fullyrðir þessar fregnir en Haaland er einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Englandsmeistarana.
Haaland fær 375 þúsund pund á viku hjá City í dag en hann mun fá 425 þúsund pund með því að skrifa undir nýjan samning.
Kevin de Bruyne er í dag launahæsti leikmaður City en hann fer í annað sætið ef Norðmaðurinn krotar undir.
Haaland myndi fá 20,5 milljónir punda fyrir hvert tímabil hjá City en félagið vill alls ekki missa hann til Real Madrid sem er oft orðað við þennan öfluga framherja.
Haaland hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu og erm eð tvær þrennur í síðustu tveimur leikjum liðsins og alls sjö mörk í þremur úrvalsdeildarleikjum.