fbpx
Laugardagur 07.september 2024
433Sport

,,Hann las það sem var skrifað í fjölmiðlum og tók því nokkuð persónulega“

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. september 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marc Cucurella sér alls ekki eftir því að hafa sungið söngva um Erling Haaland í sumar eftir að Spánn vann EM í Þýskalandi.

Cucurella skaut létt á framherjann sem spilar með Manchester City en ætlunin var aldrei að móðga neinn. Spánverjinn segir þó að Haaland hafi tekið þessu nokkuð persónulega.

Bakvörðurinn spilar með Chelsea en Haaland skoraði gegn hans liði í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í ágúst.

Cucurella sér ekki eftir því að hafa sungið lagið fyrir framan stuðningsmenn Spánar og myndi gera það aftur ef tækifærið gefst.

,,Það var mikið fjallað um þetta á Englandi en svona hlutir gerast. Ég er mjög ánægður með þetta allt saman. Ef einhver notar þitt nafn í svona söngvum þá þýðir það að þú ert toppleikmaður og í heimsklassa. Óþekkt nafn væri ekki notað,“ sagði Cucurella.

,,Allir voru ánægðir þegar hann skoraði en ég var alveg jafn ánægður að vinna EM. Ég myndi gera þetta aftur.“

,,Ég held að Haaland hafi ekki alveg skilið þetta – söngvarnir voru teknir úr samhengi. Hann las það sem var skrifað í fjölmiðlum og tók því nokkuð persónulega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar útskýrir það sem fór í taugarnar á mörgum Íslendingum – „Þetta virkar bara ekki þannig“

Arnar útskýrir það sem fór í taugarnar á mörgum Íslendingum – „Þetta virkar bara ekki þannig“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar viðurkennir að hafa þótt útlitið svart – „Hugsaði að þetta væri mögulega ekki að fara að ganga“

Arnar viðurkennir að hafa þótt útlitið svart – „Hugsaði að þetta væri mögulega ekki að fara að ganga“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hákon eftir sigur kvöldsins: ,,Við sýndum það gegn Englandi“

Hákon eftir sigur kvöldsins: ,,Við sýndum það gegn Englandi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Logi smá stressaður fyrir leikinn í kvöld: ,,Ég hringdi meira í pabba“

Logi smá stressaður fyrir leikinn í kvöld: ,,Ég hringdi meira í pabba“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu annað mark Íslands: Gylfi lagði upp á Jón Dag

Sjáðu annað mark Íslands: Gylfi lagði upp á Jón Dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja að það andi köldu á milli eigenda Chelsea – Íhuga að selja sinn hlut

Segja að það andi köldu á milli eigenda Chelsea – Íhuga að selja sinn hlut
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Íslands: Áhugaverðar breytingar hjá Hareide – Gylfi og Logi Tómasson byrja

Byrjunarlið Íslands: Áhugaverðar breytingar hjá Hareide – Gylfi og Logi Tómasson byrja
433Sport
Í gær

Aukinn áhugi á Bestu deild karla erlendis

Aukinn áhugi á Bestu deild karla erlendis