Það eru Fylkir og Keflavík sem falla úr Bestu deild kvenna þetta árið en liðin spiluðu í neðri hlutanum í dag.
Keflavík stóð sig ágætlega gegn Stjörnunni í fjörugum leik en honum lauk með 4-4 jafntefli í Keflavík.
Það má segja að Keflavík hafi kastað þessu frá sér en liðið komst 3-0 yfir áður en gestirnir jöfnuðu í 3-3.
Keflavík er á botninum með aðeins 11 stig og er átta stigum frá öruggu sæti fyrir lokaumferðina.
Tindastóll hafði þá betur sannfærandi 3-0 gegn Fylki og er búið að tryggja sæti sitt í efstu deild fyrir næsta sumar.