fbpx
Föstudagur 06.september 2024
433Sport

Jóhann Berg ánægður með spilamennskuna og föstu leikatriðin: ,,Eitthvað er kallinn að gera rétt“

Victor Pálsson
Föstudaginn 6. september 2024 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland vann góðan sigur á Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í kvöld en leikið var á Laugardalsvelli.

Ísland vann 2-0 heimasigur en Orri Steinn Óskarsson og Jón Dagur Þorsteinsson komust á blað fyrir okkar menn.

Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, var að vonum ánægður eftir lokaflautið í kvöld.

,,Eins og ég sagði þá var þetta fagmannleg frammistaða, tvö mörk úr hornum og við hefðum getað skorað fleiri mörk og gáfum ekki mikið af tækifærum á okkur. Það var kominn tími á að vinna í þessari deild,“ sagði Jóhann eftir leik.

,,Það voru síðustu orðin sem ég sagði áður en við fórum út að það væri kominn tími á að ná í sigur og kannski bera meira virðingu fyrir þessari keppni, hún hefur gefið okkur tvo sénsa á að koma okkur á stórmót.“

Jóhann fór yfir mörk Íslands í stuttu máli en þau voru bæði skoruð eftir hornspyrnu – Jóhann lagði upp fyrra markið á Orra Stein Óskarsson.

,,Við höfum fengið Sölva inn í teymið sem fór vel yfir þetta á æfingum með okkur og fór yfir þeirra veikleika og mér fannst við nýta það gríðarlega vel í dag. Eitthvað er kallinn að gera rétt!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands: Áhugaverðar breytingar hjá Hareide – Gylfi og Logi Tómasson byrja

Byrjunarlið Íslands: Áhugaverðar breytingar hjá Hareide – Gylfi og Logi Tómasson byrja
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Súld og brottfarir Íslendinga til útlanda möguleg ástæða fyrir fækkun

Súld og brottfarir Íslendinga til útlanda möguleg ástæða fyrir fækkun
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ísland og Svartfjallaland aðeins mæst einu sinni – Sjáðu markið sem Alfreð Finnboga skoraði

Ísland og Svartfjallaland aðeins mæst einu sinni – Sjáðu markið sem Alfreð Finnboga skoraði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

City farið að skoða enska landsliðsmanninn fyrir næsta sumar

City farið að skoða enska landsliðsmanninn fyrir næsta sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Carragher og Neville rifust í beinni – „Guð minn góður“

Carragher og Neville rifust í beinni – „Guð minn góður“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Kaupa hvaða leikmann sem er svo lengi sem hann sé með púls“

,,Kaupa hvaða leikmann sem er svo lengi sem hann sé með púls“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo náði stórkostlegu afreki í gær

Ronaldo náði stórkostlegu afreki í gær