fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
433Sport

Gylfi minnir hann á Eið Smára að þessu leyti – „Ég var svolítið svekktur á þeim tíma“

433
Föstudaginn 6. september 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hitað rækilega upp fyrir komandi leiki íslenska karlalandsliðsins í Þjóðadeildinni í nýjasta þætti af Íþróttavikunni, þar sem Arnar Gunnlaugsson var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar. Meðal annars var rætt um Gylfa Þór Sigurðsson, sem er mættur aftur í hópinn eftir tíu mánaða fjarveru.

Ísland mætir Svartfellingum í kvöld og Tyrkjum á mánudag. Það eru margir spenntir fyrir því að sjá hvort Gylfi, sem hefur staðið sig vel með Val í sumar, byrji í kvöld. „Ég held að hann byrji fyrri leikinn en ég veit ekki með þann seinni. Kannski þurfum við meiri hlaupara og orkustig þar. Þetta tyrkneska lið er með leikmenn í Juventus og Real Madrid,“ sagði Hrafnkell í þættinum.

video
play-sharp-fill

Arnar telur Gylfa geti nýst íslenska landsliðinu vel á þessu stigi ferilsins. „Ég held að Gylfi gæti sinnt svipuðu hlutverki og Eiður Smári undir lokin. Ég var svolítið svekktur á þeim tíma að Eiður skildi ekki spila meira, eins og á EM í Frakklandi. Fólk vanmetur oft hungrið í þessum eldri leikmönnum. Ég held að Gylfi sé á þeim stað núna að hann myndi deyja inni á vellinum fyrir þjóðina.“

Arnar, sem er auðvitað þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur hrifist af frammistöðu Gylfa í Bestu deildinni í sumar, en kappinn gekk í raðir Hlíðarendafélagsins í vetur eftir glæstan feril í atvinnumennsku. „Hann er búinn að vera frábær í Bestu deildinni. Hann er búinn að vera með gott skap inni á vellinum og verið drífandi, eins og í leiknum gegn Blikum (úti).“

Nánari umræðu um landsliðið úr Íþróttavikunni má nálgast í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Palmer gegn Villa

Sjáðu stórkostlegt mark Palmer gegn Villa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Manchester City – Ortega í markinu

Byrjunarlið Liverpool og Manchester City – Ortega í markinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Saka útskýrir ákvörðun sína í gær – Vildi gera vini sínum greiða

Saka útskýrir ákvörðun sína í gær – Vildi gera vini sínum greiða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birti myndir af sér berbrjósta og fær mikið skítkast – ,,Er að verða gömul og þráir athygli“

Birti myndir af sér berbrjósta og fær mikið skítkast – ,,Er að verða gömul og þráir athygli“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkonurnar hikuðu ekki við að ræða kynlífið: Eru giftar heimsfrægum mönnum – ,,Hann er með mjög stóran lim“

Eiginkonurnar hikuðu ekki við að ræða kynlífið: Eru giftar heimsfrægum mönnum – ,,Hann er með mjög stóran lim“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fundir Óskars á Kaffihúsi Vesturbæjar vöktu athygli – „Maður fann fyrir honum og fólk var að tala um hann“

Fundir Óskars á Kaffihúsi Vesturbæjar vöktu athygli – „Maður fann fyrir honum og fólk var að tala um hann“
433Sport
Í gær

England: Sjö mörk í fyrri hálfleik er Arsenal vann West Ham

England: Sjö mörk í fyrri hálfleik er Arsenal vann West Ham
433Sport
Í gær

,,Hvernig getur þessi krakki verið sofandi fyrir svona mikilvægan leik?“

,,Hvernig getur þessi krakki verið sofandi fyrir svona mikilvægan leik?“
Hide picture