Það eru nokkrar áhugaverðar breytingar á byrjunarliði Íslands gegn Svartfjallalandi. Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliðinu.
Mikael Neville Anderson er á kantinum og þá eru Alfons Sampsted og Logi Tómasson bakverðir.
Guðlaugur Victor Pálsson, Arnór Ingvi Traustason og fleiri eru á meðal varamanna en þeir hafa byrjað flesta leiki undir stjórn Hareide.
Stefán Teitur Þórðarson byrjar á miðsvæðinu með fyrirliðanum, Jóhanni Berg Guðmundssyni.
Orri Steinn Óskarsson byrjar í fremstu víglínu en Andri Lucas Guðjohnsen er á meðal varamanna.
Byrjunarlið Íslands:
Hákon Rafn Valdimarsson
Alfons Sampsted
Daníel Leó Grétarsson
Hjörtur Hermannsson
Logi Tómasson
Mikael Neville Anderson
Stefán Teitur Þórðarson
Jóhann Berg Guðmundsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Orri Steinn Óskarsson