fbpx
Föstudagur 06.september 2024
433Sport

Glæpamaðurinn umdeildi fann sér nýja vinnu: Dæmdur fyrir smygl og líkamsárás – Þorir ekki að snúa aftur til Evrópu

433
Fimmtudaginn 5. september 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum undrabarnið Quincy Promes er búinn að finna sér nýtt félag en það leikur í annarri deildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Þetta eru ein umdeildustu félagaskipti þessa árs en Promes er 32 árs gamall og var síðast hjá Spartak Moskvu í Rússlandi.

Promes á að baki 50 landsleiki fyrir Holland en hann lék einnig með liðum eins og Sevilla og Ajax á ferlinum.

Promes er gríðarlega umdeildur aðili en hann er eftirsóttur af lögreglunni í heimalandinu, Hollandi.

Promes var dæmdur í sex ára fangelsi í febrúar fyrir sinn þátt í að smygla kókaíni inn til Hollands en hefur enn ekki verið handtekinn.

Ekki nóg með það heldur var Promes einnig dæmdur fyrir að stinga frænda sinn í hnéð árið 2020 og skuldar þar 18 mánuði á bakvið lás og slá.

Promes hefur enn ekki verið yfirheyrður þar sem hann neitar að snúa aftur heim en þrátt fyrir öll hans vandræði fann hann sér nýja vinnu.

Promes krotar undir eins árs samning hjá FC Dubai United sem spilar í næst efstu deild og kemur hann þangað á frjálsri sölu.

Hollendingar eru að gera allt til að koma Promes aftur til Evrópu en hann hefur undanfarið haldið sig í Suður arabísku furstadæmunum þar sem hann er óhultur í bili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Horfðu á fyrsta þátt Íþróttavikunnar eftir sumarfrí – Arnar Gunnlaugs gestur og Hrafnkell mætir alþjóðlegum meistara í skák

Horfðu á fyrsta þátt Íþróttavikunnar eftir sumarfrí – Arnar Gunnlaugs gestur og Hrafnkell mætir alþjóðlegum meistara í skák
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð semur um starfslok í Belgíu

Alfreð semur um starfslok í Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United staðfestir hópinn sinn – Nálgast endurkomu Malacia

United staðfestir hópinn sinn – Nálgast endurkomu Malacia
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands á morgun – Hákon Arnar meiddur og hvað gerir Hareide þá ?

Líklegt byrjunarlið Íslands á morgun – Hákon Arnar meiddur og hvað gerir Hareide þá ?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardian heldur því fram að Ten Hag verði rekinn ef þetta fer ekki að lagast

Guardian heldur því fram að Ten Hag verði rekinn ef þetta fer ekki að lagast