fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
433Sport

KSÍ tekur völdin af framkvæmdarstjóra í agamálum og færa þau í nefnd

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. september 2024 10:09

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur ákveðið að breyta reglum varðandi málskot atvika í knattspyrnuleikjum til aga- og úrskurðarnefndar. Þetta var ákveðið á síðasta ársþingi sambandsins og er nú komið í gildi.

Áður var það framkvæmdastjóri KSÍ sem vísaði málum vegna einstakra agabrota í knattspyrnuleikjum til aga- og úrskurðarnefndar, en nú er það sérstök málskotsnefnd sem sem gerir það, og þá er um að ræða undanþágu frá þeirri meginreglu að aga- og úrskurðarnefnd úrskurði um þau atriði, sem fram koma í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanna KSÍ.

Algjör forsenda þess að aga- og úrskurðarnefnd geti tekið fyrir slík atvik er að fyrir liggi að meint agabrot hafi farið framhjá dómarateymi leiksins. Sömuleiðis er það forsenda hjá aga- og úrskurðarnefnd að um sé að ræða alvarlegt agabrot, líkt og viðeigandi reglugerð gerir áskilnað um. Í slíkum málum er allur gangur á því hvernig meint brot hafa borist til vitundar málskotsnefndar KSÍ. Það getur verið nokkrum dögum eftir að leikur á sér stað að myndbrot af atviki kemur til vitundar skrifstofu eða málskotsnefndar. Í kjölfarið tekur við vinna við öflun staðfestinga frá dómarateymi, öflun álita fagfólks á meintu broti og loks gagnavinna vegna málskots til aga- og úrskurðarnefndar.

Nú hafa mál sem þessi verið færð í hendur fagnefndar sem ber heitið Málskotsnefnd og sitja þar þrír einstaklingar, þar af einn reyndur fyrrverandi knattspyrnudómari og einn löglærður. Er nefndinni ætlað framvegis að taka ákvörðun um hvort meint agabrot, sem farið hefur framhjá dómarateymi leiks, verði vísað til aga- og úrskurðarnefndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Á erfitt með að vera pirraður út í stjórann – Skilur sjálfur að hann sé með engar mínútur

Á erfitt með að vera pirraður út í stjórann – Skilur sjálfur að hann sé með engar mínútur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

HM sýnt á Netflix í fyrsta sinn

HM sýnt á Netflix í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísak skoraði í mjög slæmu tapi

Ísak skoraði í mjög slæmu tapi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viðurkennir að táningurinn sé pirraður með fáar mínútur – Minnti rækilega á sig í gær

Viðurkennir að táningurinn sé pirraður með fáar mínútur – Minnti rækilega á sig í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba orðaður við mjög óvænt skref

Pogba orðaður við mjög óvænt skref
433Sport
Í gær

Meiðslapésinn byrjaður að æfa

Meiðslapésinn byrjaður að æfa
433Sport
Í gær

Ómyrkur í máli í viðtali – „Ég sé eftir að hafa komið hingað“

Ómyrkur í máli í viðtali – „Ég sé eftir að hafa komið hingað“
433Sport
Í gær

Gummi Ben segir sláandi að lesa um mál FH – „Ömurlegt fyrir þá aðila sem eru flæktir inn í þetta“

Gummi Ben segir sláandi að lesa um mál FH – „Ömurlegt fyrir þá aðila sem eru flæktir inn í þetta“
433Sport
Í gær

Horfðu á glænýjan þátt af Íþróttavikunni – Gummi Ben fer yfir sviðið í síðasta þætti fyrir jól

Horfðu á glænýjan þátt af Íþróttavikunni – Gummi Ben fer yfir sviðið í síðasta þætti fyrir jól