Eiginkona Federico Chiesa, Lucia Bramani, er spennt fyrir því að búa í Liverpool en hún flytur þangað ásamt manni sínum.
,,Ánægð með að vera orðin ‘Scouser,’ skrifaði Bramani og birti myndband af eiginmanni sínum á tómum Anfield.
Chiesa skrifaði undir samning við Liverpool á dögunum en hann kemur til félagsins frá Juventus.
Um er að ræða ítalskan landsliðsmann sem kostaði enska félagið aðeins rúmlega 11 milljónir punda.
Meiðsli hafa sett strik í reikning Chiesa undanfarin ár en vonandi fyrir hann þá nær hann sé af þeim á Englandi.
Það er gott fyrir Ítalann að fá fjölskylduna með sér erlendis en hann er 26 ára gamall og hefur verið giftur í um tvö ár.