Chelsea vonast eftir því að losna við Ben Chilwell á næstu dögum en nokkrir félagaskiptalguggar eru opnar.
Chelsea horfir mest til Tyrklands samkvæmt Telegraph.
Chilwell er einn af þeim sem Enzo Maresca þjálfari Chelsea hefur hent út af æfingum liðsins, skilaboðin eru þau að hann spili ekkert undir hans stjórn.
Chilwell hefur verið orðaður við Jose Mourinho og félaga í Fenerbache.
Ef Chilwell fer ekki frá Chelsea á næstu dögum er ljóst að hann spilar ekki fótbolta í fjóra mánuði samkvæmt Telegraph.