fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

Rio reiður og veður í Carragher eftir orð hans um helgina – „Skammarleg ummæli“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. september 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United segir að ummæli Jamie Carragher á sunnudag um Casemiro séu skammarleg.

Casemiro átti slakan dag á miðsvæðinu hjá United í 0-3 tapi gegn Liverpool. Eftir leik sagði Carragher að Casemiro ætti hreinlega að hætta í fótbolta, það voru hans ráð til Casemiro.

„Ég heyrði Carragher segja að hann að hann ætti að hætta áður en fótboltinn myndi yfirgefa hann, það eru skammarleg ummæli,“ segir Ferdinand.

Casemiro hafði byrjað tímabilið vel en átti afar slakan leik gegn Liverpool.

„Þetta er svo mikil óvirðing við mann sem hefur unnið það sem Casemiro hefur unnið, það er eitthvað meira þarna en bara það að hann eigi nokkur mistök.“

„Ef þú skoðar leikina tvo á undan Liverpool leiknum þá er hann einn besti leikmaður United. Það er einfalt að segja bara að hann sé búinn og of gamall.“

„Hann er látinn gera hluti hjá United sem hann var ekki keyptur til að gera, stýra hraða leiksins og senda langar sendingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur fengið nóg og vill burt frá Real Madrid í sumar

Hefur fengið nóg og vill burt frá Real Madrid í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arnar ræðir samtal sem hann átti við Gylfa Þór fyrir nokkru – „Gylfi er bara þannig gerður“

Arnar ræðir samtal sem hann átti við Gylfa Þór fyrir nokkru – „Gylfi er bara þannig gerður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tottenham reynir að fá enska landsliðsmanninn frítt

Tottenham reynir að fá enska landsliðsmanninn frítt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Orri Steinn nýr fyrirliði Íslands – Arnar tekur stóra ákvörðun og tekur bandið af eldri mönnum liðsins

Orri Steinn nýr fyrirliði Íslands – Arnar tekur stóra ákvörðun og tekur bandið af eldri mönnum liðsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi

Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Blómlegur rekstur í Þorpinu á Akureyri – Tekjur jukust um 45 milljónir á milli ára

Blómlegur rekstur í Þorpinu á Akureyri – Tekjur jukust um 45 milljónir á milli ára
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar