fbpx
Þriðjudagur 03.september 2024
433Sport

Ítarlegt viðtal við Gylfa Þór: Spenntur fyrir landsliðinu – „Ég þarf að setjast niður núna og spá í framtíðina“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. september 2024 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er alltaf gott, það er geggjað. Löng bið, meiðsli og hitt og þetta. Gott að vera komin aftur,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson sem er mættur aftur í íslenska landsliðið.

Ísland mætir Svartfjallalandi á föstudag og Tyrklandi á mánudag. Um er að ræða fyrstu leiki í Þjóðadeildinni.

„Mér líst mjög vel á þetta, mikið af ungum leikmönnum sem eru góðir tæknilega sem verða hérna næstu ár. Það verður byggt í kringum þá, það eru fín úrslit í síðustu leikjum og meiri jákvæðni og spenna fyrir þeim.“

video
play-sharp-fill

Gylfi segir hópinn núna ekki ósvipaðan og þegar hann og hans kynslóð voru að komast af stað í landsliðinu. Menn sé að fá reynslu og hún sé að skila sér.

„Það eru jafn margir leikmenn að byrja leikina þegar við vorum að byrja, inn á milli voru reyndari leikmenn sem var gott að hafa. Þú sérð að það eru margir ungir leikmenn að spila þessa leiki.“

Gylfi hefur talað opinskátt um það að hann er enn í fótbolta til að vera í landsliðinu, hann segist ætla að skoða framtíð sína ef næstu landsleikir ganga vel. Gylfi hefur spilað vel með Val í Bestu deild karla í sumar.

„Ég þarf að setjast niður núna og spá í framtíðina, tímabilið endar í október og það eru leikir í nóvember og mars. Ég þarf að aðeins að setjast niður og spá í þetta, maður er í fótbolta til að spila fyrir Ísland. Ég þarf að vera í toppstandi.“

Þarf Gylfi að skoða það að fara erlendis eftir áramót ef hann vill halda sér í landsliðinu? „Ég veit það ekki, planið var að komast í stand og spila leiki. Að vera verkjalaus sem er staðan núna. Maður þarf að plana veturinn til að vera í besta standinu ef maður er í hópnum í mars.“

Gylfi er heill heilsu núna eftir smávægileg meiðsli í sumar. „Það er búið að taka langan tíma, ég var með lítið brjósklos í bakinu sem ég gat spilað með. Þetta var spila endurheimt og spila. Það er núna spilað einu sinni í viku, ég hef getað æft af viti síðustu vikur. Mér líður töluvert betur en fyrir mánuði síðan.“

Valur er úr leik í baráttu um titilinn í Bestu deildinni sem eru mikil vonbrigði. „Það eru vonbrigði hjá félaginu, það yrði stórslys ef Víkingur eða Breiðablik vinna ekki deildina. Annaðhvort þeirra vinnur deildina.“

„Sem lið skorum við töluvert af mörkum, sem lið varnarlega erum við ekki nógu sterkir undanfarið. Við erum að fá á okkur of mikið af mörkum, það er ekki nein ein ástæða. Það eru nokkrir hlutir sem þyrfti að laga, ekki stór vandræði en litlu hlutirnir sem gera það að verkum að við erum ekki ofar.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Magnaða Marta er nýjasta eiginkonan í enska boltanum – Strax mætt á forsíður enskra blaða

Magnaða Marta er nýjasta eiginkonan í enska boltanum – Strax mætt á forsíður enskra blaða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Birtir myndir af áverkum sínum eftir að ráðist var á hann á heimili sínu – Ástæða árásarinnar furðuleg

Birtir myndir af áverkum sínum eftir að ráðist var á hann á heimili sínu – Ástæða árásarinnar furðuleg
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mætti í bol á fyrstu æfingu landsliðsins sem vekur upp mikla kátínu

Mætti í bol á fyrstu æfingu landsliðsins sem vekur upp mikla kátínu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mourinho réttir leikmanni Chelsea líflínu – Félagið vill hann burt í hvelli

Mourinho réttir leikmanni Chelsea líflínu – Félagið vill hann burt í hvelli
433Sport
Í gær

Jóhann Berg fær nýjan samherja í Sádí Arabíu – Ung markavél frá Englandi

Jóhann Berg fær nýjan samherja í Sádí Arabíu – Ung markavél frá Englandi
433Sport
Í gær

Líklegt byrjunarlið Íslands á föstudag – Kemur Gylfi Þór inn og verður Orri á bekknum?

Líklegt byrjunarlið Íslands á föstudag – Kemur Gylfi Þór inn og verður Orri á bekknum?
Hide picture