fbpx
Mánudagur 02.september 2024
433Sport

Segir Túfa hafa labbað inn í mölbrotið lið og hafi öllu að tapa – Jóhann Már vill sjá félagið hringja í fyrrum landsliðsþjálfara

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. september 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals hefur ekki náð að snúa við gengi liðsins eftir að hann tók við af Arnari Grétarssyni á þessu tímabili.

Valur tapaði 3-2 gegn Víkingi í gær eftir að hafa komist í 0-2, Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli og leikur Vals hrundi.

Jóhann Már Helgason fyrrum framkvæmdarstjóri Vals og Arnar Sveinn Geirsson fyrrum leikmaður Vals efast um hvort ráðningin á Túfa hafi verið góð og velta því fyrir sér hvort hann haldi áfram eftir tímabilið.

„Þetta hefur bara versnað og þetta var umdeild ráðning. Hann er geggjaður gæi, prófílinn á honum er ekki þannig að hann hafi unnið sér það inn að vera þjálfari Vals,“ segir Jóhann Már fyrrum framkvæmdarstjóri Vals í hlaðvarpinu Dr. Football.

Arnar Sveinn telur að Túfa hafi ekki verið rétti maðurinn á miðju tímabili. „Ég er þar, hefði Túfa getað verið option eftir tímabilið. Á þessum tímapunkti er þetta galið, ég vildi bara Óla Jó þarna inn. Hann sagði nei en það má alveg sannfæra menn,“ segir Arnar Sveinn og ár þar við Ólaf Jóhannesson sem hefur stýr Val í tvígang.

„Túfa hefur öllu að tapa þegar hann kemur inn, hann kemur inn í mölbrotið lið og hefur öllu að tapa. Hann er ekki ósvipaður Arnari Grétarssyni, taktík og það voru ekkert brjálæðislega miklar breytingar að fá hann inn.“

„Óli hefði komið inn, engu að tapa og með virðingu frá honum. Hann þekkir Gylfa og fær virðinguna hans, svo hefði hann verið í léttleika. Þetta eru örfáir mánuðir, það var það sem Valur þurfti.“

Jóhann Már vill að Valur hringi í fyrrum landsliðsþjálfara Íslands. „Hringja í Erik Hamren, tékka á honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lið á Englandi geta enn samið við frábæra leikmenn – Sjáðu draumalið leikmanna sem eru án félags

Lið á Englandi geta enn samið við frábæra leikmenn – Sjáðu draumalið leikmanna sem eru án félags
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Magnaður viðsnúningur Víkings – HK lagði Fram

Besta deildin: Magnaður viðsnúningur Víkings – HK lagði Fram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Benoný með þrennu í markaleik – FH fékk skell á heimavelli

Besta deildin: Benoný með þrennu í markaleik – FH fékk skell á heimavelli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta sammála sínum manni: ,,Ég var steinhissa“

Arteta sammála sínum manni: ,,Ég var steinhissa“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Chelsea gerði jafntefli á heimavelli – Tottenham tapaði

England: Chelsea gerði jafntefli á heimavelli – Tottenham tapaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Liverpool – De Ligt og Zirkzee byrja

Byrjunarlið Manchester United og Liverpool – De Ligt og Zirkzee byrja