Íslenska landsliðið mætir Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni á föstudag en liðið kemur saman á Hilton hótelinu í dag og hefur æfingar í kjölfarið.
Gylfi Þór Sigurðsson kemur inn í landsliðshópinn á nýjan leik og verður að teljast líklegt að Age Hareide vilji sjá hann í byrjunarliðinu.
Með því gæti Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði liðsins farið út á kantinn.
Andri Lucas Guðjohnsen byrjaði í fremstu víglínu í síðustu leikjum og stóð sig vel, teljast verður líklegt að Orri Steinn Óskarsson komi ekki inn í hans stað.
Svona er líklegt byrjunarlið Íslands á föstudag að mati 433.is.
Líklegt byrjunarlið Íslands á föstudag:
Hákon Rafn Valdimarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Hjörtur Hermannsson
Daníel Leó Grétarsson
Kolbeinn Birgir Finnson
Jóhann Berg Guðmundsson
Arnór Ingvi Traustason
Gylfi Þór Sigurðsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Hákon Arnar Haraldsson
Andri Lucas Guðjohnsen