fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
433Sport

Segir landsliðsþjálfara Íslands tala í hringi – „Hann þarf ekkert að spila þessa músík fyrir íslensku þjóðina“

433
Sunnudaginn 1. september 2024 08:00

Age Hareide landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið er á leið í Þjóðadeildarleiki gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi. Rætt var um val landsliðsþjálfarans Age Hareide á leikmannahópi Íslands fyrir leikina í hlaðvarpi Íþróttavikunnar á 433.is.

Til að mynda var rætt um ákvörðun Hareide að velja ekki Aron Einar Gunnarsson, sem gekk í raðir Lengjudeildarliðs Þórs á dögunum, í hópinn. Norðmaðurinn sagði Aron ekki spila á nægilega háu stigi en einhverjir hafa fett fingur út í það þar sem landsliðsfyrirliðinn var valinn í landsliðið þegar hann hafði ekki spilað lengi með Al-Arabi í Katar.

„Þarna, eins og á undanförnum blaðamannafundum, finnst mér hann tala í hringi. En ég er fullkomlega sammála honum í því að leikmaður í íslensku B-deildinni hefur ekkert að gera í landsliðið, sama hvað hann hefur gert á ferli sínum. En hann valdi hann þegar hann hafði ekki spilað fótbolta í 8 mánuði. Við sáum ástandið á Aroni Einari í Slóvakíu, hann gat varla hlaupið en var samt í hópnum,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í þættinum.

Hörður hélt áfram og benti á að Guðmundur Þórarinsson hafi ekki verið valinn þar sem hann skipti yfir frá Crete til Noah í Armeníu í sumar. Telur Hareide það ekki nógu gott lið fyrir Guðmund, miðað við það sem hann sagði á blaðamannafundi á dögunum.

„Mér finnst Hareide tala í hringi í mörgum málum. Guðmundur Þórarinsson fór í sumar frá Crete til Noah. Ég geri mér grein fyrir því að deildin í Grikklandi er sterkari en í Armeníu en er hins vegar alveg öruggur á því að Noah myndi vinna Crete í flestum leikjum. Hann fór í sterkara lið. Hann er að fara að spila í Sambandsdeildinni, er í öflugu liði, umhverfið er betra. Heiðarlegra svarið hefði verið að Guðmundur Þórarinsson hefði verið slakur í mars-verkefninu og að hann hafi einfaldlega misst trú á honum. Hann átti þennan slaka kafla á móti Úkraínu og það er ekkert óeðlilegt að þjálfarinn missi trú á leikmanni.“

Hörður tók fleiri dæmi.

„Hákon Rafn, deildin í Svíþjóð (þar sem Hákon spilaði) kláraðist í nóvember í fyrra. Fyrir utan deildabikarleik á dögunum hefur hann ekki spilað keppnisleiki á 9-10 mánuðum. Það eru fullt af leikmönnum sem hann hefur ekki valið af því þeir hafa ekki verið að spila leiki. Þannig skilaboðin eru misvísandi. Hákon Rafn er besti markvörður sem við eigum, 100 prósent, en þá á hann bara að segja það.“

Helgi Fannar Sigurðsson tók því næst til máls.

„Er hann ekki bara of fastur í því að vera endalaust að spá í hvar menn eru og að útskýringarnar séu út frá því. Væri ekki einfaldara að segja: „Ég er að velja leikmennina sem mér finnst henta best í þetta verkefni?“

Hörður tók undir þetta.

„Þetta er kannski eitthvað sem þú þarft að grípa til þar sem hann hefur verið að þjálfa en íslenskt knattspyrnuáhugafólk er vant því að hingað mæti menn sem eru stundum ekkert að spila með félagsliði. Þeir bara standa sig vel með landsliðinu. Birkir Bjarnason var oft ekkert að spila sem dæmi. Hann þarf ekkert að spila þessa músík fyir íslensku þjóðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot róar stuðningsmenn Liverpool – ,,Ég treysti mínu starfsfólki“

Slot róar stuðningsmenn Liverpool – ,,Ég treysti mínu starfsfólki“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sverrir Ingi dregur sig úr hópnum – Brynjar inn í hans stað

Sverrir Ingi dregur sig úr hópnum – Brynjar inn í hans stað
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varane á förum eftir aðeins einn leik?

Varane á förum eftir aðeins einn leik?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Saka var forvitinn í gær – ,,Hvern erum við að kaupa?“

Saka var forvitinn í gær – ,,Hvern erum við að kaupa?“
433Sport
Í gær

Einn sá umdeildasti í bransanum fær engar mínútur: Ákærður fyrir sjö nauðganir – Nýi maðurinn setur fótinn niður

Einn sá umdeildasti í bransanum fær engar mínútur: Ákærður fyrir sjö nauðganir – Nýi maðurinn setur fótinn niður
433Sport
Í gær

Þess vegna gæti Gylfi spilað fyrir annað lið áður en ferlinum lýkur – „Ekki enn í fótbolta til að geta borgað reikninga“

Þess vegna gæti Gylfi spilað fyrir annað lið áður en ferlinum lýkur – „Ekki enn í fótbolta til að geta borgað reikninga“