fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
433Sport

Þess vegna gæti Gylfi spilað fyrir annað lið áður en ferlinum lýkur – „Ekki enn í fótbolta til að geta borgað reikninga“

433
Laugardaginn 31. ágúst 2024 07:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í íslenska landsliðið í komandi leikjum gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Þetta var til umræðu í hlaðvarpi Íþróttavikunnar á 433.is

Gylfi sneri aftur í landsliðið síðasta haust en hefur síðan ekki verið með. Landsmenn eru spenntir að sjá hann í bláu treyjunni á ný.

„Þetta eru gleðitíðindi fyrir landsliðið. Þó það hafi bara verið Liechtenstein fyrir ári þá skoraði hann tvö og var langbesti maður vallarins. Hann hefur átt fína spretti með Val en þegar hann verður farinn að spila með leikmönnum á sínu getustigi, með fullri virðingu fyrir leikmönnum Vals, þá eru bara tíu betri leikmenn sem hann spilar með í íslenska landsliðsbúningnum. Ég held að það muni bara ýta Gylfa hærra,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í þættinum.

Gylfi gekk í raðir Vals í vetur og hefur ekki farið leynt með það að markmiðið sé að spila aftur með landsliðinu.

„Hann er búinn að vera í þessu volæði sem hefur verið í gangi hjá Val sem liði undanfarið. Allir hafa talað um að það sé aðeins neikvæðari líkamstjáning og allt þetta. Þetta er svo mikil gulrót fyrir hann, þetta er ástæðan fyrir því að hann er í þessu ennþá,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson.

Hörður tók undir þetta og bætti við.

„Þetta er ástæða þess að hann er enn í fótbolta. Við skulum alveg hafa það á hreinu að Gylfi Þór Sigurðsson er ekki enn í fótbolta til að borga reikninga eða þéna peninga. Hann langar að vera í íslenska landsliðinu og telur sig mögulega eiga tvö ár eftir í fótbolta þar sem hann getur mögulega endað á einhvern draumfenginn hátt á HM. Maður veit aldrei hvenær menn eru búnir en oft er það þannig með menn sem hafa aldrei gert út á hraða eða styrk að þeir endast aðeins lengur. Við sjáum bara Luka Modric og fleiri sem hafa nýtt hielann á sér í að vera góðir í fótbolta.“

Verði Gylfi nú fastamaður í landsliðinu á ný útilokar Hörður ekki að hann skipti um lið eftir tímabilið á Íslandi til að vera í sem bestu leikformi.

„Ég myndi ekki útiloka það. Segjum að hann sé í hópnum í þessum verkefnum í september, október, nóvember, samtalið við Hareide verði þannig að hann sjái hann sem lykilmann í undankeppninni á næsta ári. Þá eru leikir í mars og þá er kannski ekkert sérstaklega gott fyrir Gylfa að hafa ekki spilað alvöru keppnisleik síðan í október. Getur hann farið á láni fram að því að Íslandsmót byrj? Ég held að Valur myndi taka þátt í því. Það er eitthvað sem segir mér að Gylfi eigi eftir að spila fyrir annað lið en Val.“

Nánar var rætt um landsliðið í þættinum, sem má nálgast hér að neðan og á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Samband Osimhen og Napoli í molum – Ekki skráður í hópinn

Samband Osimhen og Napoli í molum – Ekki skráður í hópinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Saka var forvitinn í gær – ,,Hvern erum við að kaupa?“

Saka var forvitinn í gær – ,,Hvern erum við að kaupa?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea og Arsenal lánuðu leikmenn til liða í úrvalsdeildinni

Chelsea og Arsenal lánuðu leikmenn til liða í úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Sancho að ganga í raðir Chelsea

Sancho að ganga í raðir Chelsea
433Sport
Í gær

Myndband: Lygileg uppákoma í bresku sjónvarpi – Eistu birtust skyndilega á skjám allra landsmanna

Myndband: Lygileg uppákoma í bresku sjónvarpi – Eistu birtust skyndilega á skjám allra landsmanna