fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
433Sport

Einkaviðtal við Jóhann Berg um skrefið til Sádí Arabíu: Peningar höfðu áhrif – „Spennandi ævintýri“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. ágúst 2024 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaðurinn þaulreyndi, gekk í raðir sádiarabíska félagsins Al-Orobah frá Burnley á dögunum. Hann ræðir skiptin í hlaðvarpi Íþróttavikunnar sem kom út á 433.is í dag.

Jóhann yfirgefur þar með Burnley eftir átta ár hjá félaginu. Hann virtist vera á förum þegar samningur hans rann út í sumar en svo tók kappinn U-beygju og skrifaði undir nýjan samning.

„Í sumar var einhver áhugi frá þessu liði en þeir voru ekki búnir að gefa út budget, þetta kemur allt frá ríkinu. Mér fannst það ekki málið þá en svo koma þeir aftur inn stuttu síðar og ég þá kominn aftur til Burnley. Mér fannst sá tími þannig séð búinn. Þetta er frábært fyrir mig, eitthvað nýtt. Þessi deild hefur mikinn metnað að vera sterkari og mér fannst þetta tímapunkturinn til að prófa eitthvað nýtt. Það var það sem spilaði inn í þessa ákvörðun,“ segir Jóhann.

„Í sumar voru þreyfingar en svo ákvað ég að taka annað tímabil með Burnley, sem ég var alls ekki ósáttur með. Scott Parker kom þarna inn og fyrir mér er hann frábær manneskja og frábær þjálfari. Ég var mjög spenntur fyrir því en svo kemur þetta upp og við fjölskyldan hugsuðum um þetta. Það var eitthvað innra með mér sem vildi fara til Sádi-Arabíu, ég var auðvitað búinn að vera á Englandi í tíu ár og var þyrstur að prófa eitthvað nýtt.“

video
play-sharp-fill

Fjölskyldan ekki tekið ákvörðun

Jóhann hefur þegar spilað tvo leiki í sádiarabísku deildinni, töp gegn Al-Ahli og Al-Wheda. Hann var spurður út í fyrstu kynnin af deildinni.

„Það er gríðarlegur hiti. Það er eitthvað sem maður hefur þurft að venjast. Fyrsti leikur var á móti Al-Ahli sem er alvöru lið með menn eins og Firmino, Mahrez og Kessie. Það var gríðarlega erfitt að spila þann leik, lokaður völlur og eiginlega ekki hægt að anda þar. Seinni leikurinn var töluvert þægilegri og á opnari velli.

Það er fullt af frábærum fótboltamönnum þarna og þetta er klárlega betra en ég hélt. Þú ert með nokkur lið þarna í sérklassa og svo restina sem er að berjast. Ég á eftir að kynnast deildinni betur en fyrstu tveir leikirnir komu mér skemmtilega á óvart.“

Jóhann segir það ekki enn komið á hreint hvort kona hans og börn komi með honum til Sádi-Arabíu. Hann hefur ekki enn heimsótt borgina Sakaka, þar sem Al-Orobah spilar heimaleiki sína.

„Við erum að skoða alla möguleika. Ég á eftir að koma á staðinn og fara í að skoða heimili, skóla og þetta helsta. Svo tökum við ákvörðun út frá því. Fjölskyldunni líður mjög vel á Englandi en við viljum auðvitað vera saman.“

Jóhann segir það ekkert launungarmál að launin í Sádí hafa áhrif á ákvörðun hans að fara þangað.

„Að sjálfsögðu hafði það áhrif að maður fær vel borgað. Ég er að verða 34 ára og að fá svona díl hjálpaði mikið til í að taka þessa ákvörðun. Mig langaði líka að prófa eitthvað nýtt og fannst þetta spennandi ævintýri.“

Talar vel um þjálfarann

Þjáflari Al-Orobah er Protúgalinn Alvaro Pacheco. Jóhann talar afar vel um hann.

„Hann er frábær gæi. Talar reyndar ekki mikla ensku svo fundirnir fara fram á portúgölsku. Hann er með túlk sem þýðir yfir á arabísku og svo er annar sem þýðir á ensku. Svo það er brjálað að gera í fundarherberginu. Það er bara mjög gaman að þessum karakter. Hann er flottur þjálfari og mun koma okkur á góðan stað, það er ég viss um.“

Jóhann er nú mættur til Englands og ætlar að horfa á Burnley mæta Blackburn í ensku B-deildinni áður en hann heldur í komandi landsleiki með Íslandi.

„Ég ætla að kíkja á leikinn með fjölskyldunni og svo flýg ég til Íslands á sunnudag. Það var fínt að það var ekki leikur í Sádí um helgina. Ég gat komið hingað og fengið að kveðja fólk.“

Nánar er rætt við Jóhann í spilaranum hér ofar. Hér að neðan má svo hlusta á hlaðvarpið í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki rétt að Chelsea vilji losa Disasi

Ekki rétt að Chelsea vilji losa Disasi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Átti í engum erfiðleikum með að hafna Liverpool í sumar

Átti í engum erfiðleikum með að hafna Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“
433Sport
Í gær

Albert kynntist umdeildri stórstjörnu og hafði þetta að segja um hann

Albert kynntist umdeildri stórstjörnu og hafði þetta að segja um hann
Hide picture