fbpx
Fimmtudagur 29.ágúst 2024
433Sport

Þetta eru allar helstu kjaftasögurnar á Englandi í dag – Glugginn lokar á morgun og búist er við fjöri

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á morgun og er búist við miklu fjöri og á morgun áður en glugginn lokar um kvöldið.

Mikið af kjaftasögum er í gangi og margt áhugavert gæti gerst á næsta sólarhringnum áður en glugginn lokar. Federico Chiesa ætti að verða leikmaður Liverpool í dag en hann kom til Bítlaborgarinnar í gær. Kaupverðið er um 12 milljónir punda frá Juventus.

Aaron Ramsdale fer í læknisskoðun hjá Southampton í dag en markvörðurinn frá Arsenal kostar í kringum 25 milljónir punda.

Það kom í ljós í gær að Ramsdale væri á förum frá Arsenal.

Manchester United ætti svo að ganga frá kaupum á Manuel Ugarte í dag en hann gekkst undir læknisskoðun á Old Trafford í gær.

Þá er allt klárt hjá Scott McTominay til að ganga í raðir Napoli á Ítalíu og er búist við að hann skrifi undir í dag. Kaupverðið er 25 milljónir punda frá Manchester United.

Hér að neðan eru helstu sögur dagsins.

Chelsea lánaði Kepa til Bournemouth í morgun en fyrst gerði hann nýjan samning við Chelsea.

Jadon Sancho kantmaður Manchester United vill frekar fara til Chelsea en Juventus en bæði lið hafa áhuga.

Sékou Kone 18 ára miðjumaður frá Malí er mættur í læknisskoðun hjá Manchester United. Manuel Ugarte verður líklega kynntur í dag.

Federico Chiesa er í læknisskoðun hjá Liverpool í dag og gæti gengið frá öllum lausum endum.

Arsenal reynir að kaupa Joan Garcia markvörð Espanyol nú þegar Aaron Ramsdale fer til Southampton.

Stefan Bajcetić er að fara til RB Salzburg á láni frá Liverpool. Barcelona vildi fá hann en hafði ekki efni á honum.

Getty Images

Crystal Palace er að kaupa Maxence Lacroix varnarmann Wolfsburg á 21 milljón punda.

Liverpool hafnaði því að lána Tyler Morton til Bayer Leverkusen en miðjumaðurinn er 21 árs gamall.

Newcastle ætlar að reyna að kaupa James Trafford markvörð Burnley.

Stuttgart reynir að fá Trevoh Chalobah á láni frá Chelsea en hann bíður eftir liðum á Englandi.

Neal Maupay er að fara frá Everton til Marseille í Frakklandi á láni.

Aston Villa er að lána Enzo Barrenechea til Valencia en liðið fékk hann frá Juventus í sumar.

Sam Johnstone markvörður Crystal Palace er á leið til Wolves.

Victor Osimhen bíður eftir Chelsea og hvort félagið geti keypt hann frá Napoli, annars fer hann til Sádí Arabíu.

Romelu Lukaku ætti að verða leikmaður Napoli í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýjasta stjarnan á Anfield kemur með eina fallegustu konu í heimi með sér

Nýjasta stjarnan á Anfield kemur með eina fallegustu konu í heimi með sér
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ummæli Salah um framtíð sína vekja athygli – Fer hann frítt frá Liverpool næsta sumar?

Ummæli Salah um framtíð sína vekja athygli – Fer hann frítt frá Liverpool næsta sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu hjartnæmt augnablik fyrir utan Old Trafford er stjarnan kvaddi

Sjáðu hjartnæmt augnablik fyrir utan Old Trafford er stjarnan kvaddi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu drepfyndið myndband sem þeir birtu eftir frábæran árangur í gær

Sjáðu drepfyndið myndband sem þeir birtu eftir frábæran árangur í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gáttaður Heimir komst að því að bréf hans hafði endað í ruslinu – „Þar kom áhugi þessa auma framkvæmdarstjóra í ljós“

Gáttaður Heimir komst að því að bréf hans hafði endað í ruslinu – „Þar kom áhugi þessa auma framkvæmdarstjóra í ljós“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þess vegna geta Liverpool og Manchester United ekki mæst

Þess vegna geta Liverpool og Manchester United ekki mæst