Í dag verður dregið um hver mætir hverjum í nýju deildarfyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu fyrir áramót.
Deildarfyrirkomulagið kemur í stað riðlakeppninnar. Öll liðin fara í eina 36 liða deild. 8 efstu fara beint í 16-liða úrslit en sæti 9 til 24 fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Önnur lið detta úr leik í Evrópukeppnum alfarið þessa leiktíðina.
Í dag er sem fyrr segir dregið um það hver mætir hverjum, en liðin mæta tvö liðum úr sínum styrkleikaflokki. Hér að neðan er hægt að sjá styrkleikaflokkana fyrir dráttinn, sem hefst klukkan 16 í dag að íslenskum tíma.