fbpx
Fimmtudagur 29.ágúst 2024
433Sport

Þess vegna geta Liverpool og Manchester United ekki mæst

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður dregið í 3. umferð enska deildabikarsins í kvöld en þar geta ekki öll lið dregist á móti hvoru öðru.

2. umferðin klárast í kvöld og eftir hana koma stærstu lið Englands, þau sem eru í Evrópukeppni, inn í keppnina.

Eins og enskir miðlar vekja athygli á í dag geta hins vegar þau lið sem eru í Meistaradeildinni á þessari leiktíð ekki mætt liði sem er í Evrópudeildinni.

Þetta er þar sem keppnirnar eru spilaðar á víxl, þegar Manchester City, Arsenal, Liverpool og Aston Villa eru að spila í Meistaradeildinni spila Evrópudeildarliðin Manchester United og Tottenham í 3. umferð deildabikarins. Hina vikuna er það svo öfugt.

Þar með geta United og Liverpool til að mynda ekki mæst í 3. umferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu drepfyndið myndband sem þeir birtu eftir frábæran árangur í gær

Sjáðu drepfyndið myndband sem þeir birtu eftir frábæran árangur í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Orri Steinn með stórstjörnum á áhugaverðum lista hjá frægu dagblaði

Orri Steinn með stórstjörnum á áhugaverðum lista hjá frægu dagblaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sagði farir sínar ekki sléttar og Mosfellingar sektaðir – „Við þetta reiðist hann og segir orðrétt „Ertu fokking þroskaheftur“

Sagði farir sínar ekki sléttar og Mosfellingar sektaðir – „Við þetta reiðist hann og segir orðrétt „Ertu fokking þroskaheftur“