Samkvæmt heimildum 433.is er Hólmbert Aron Friðjónsson komin langt í viðræðum við SC Preußen Münster í Þýskalandi.
Hólmbert er án félags eftir að hafa yfirgefið Holstein Kiel í sumar þegar samningur hans tók enda.
SC Preußen Münster leikur í næst efstu deild Þýskalands en þar var Hólmbert einnig með Holstein Kiel og gerði vel.
Framherjinn stóri og stæðilegi hefur skoðað kosti sína í sumar en er nú langt komin með það að ganga í raðir SC Preußen Münster.
Hólmbert var orðaður við KR og Víking hér á landi en hafði ekki áhuga á því að koma heima á þessum tímapunkti.
Hólmbert er 31 árs gamall en hann var hjá Holstein Kiel í þrjú ár en áður var hann hjá Brescia á Ítalíu en hann hefur einnig leikið í Skotlandi, Danmörku og Noregi á ferli sínum.
Íslendingum í þessari sterku deild er því að fjölga því Jón Dagur Þorsteinsson er mættur til Berlin og mun ganga í raðir Hertha Berlin á næstu dögum.