fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
433Sport

Splunkunýtt sjónarhorn varpar nýju ljósi á það sem gerðist í Kórnum í gærkvöldi

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 23. ágúst 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK vann dramatískan 3-2 sigur á KR í fallbaráttuslag í Bestu deild karla í gær. Umdeilt atvik átti sér stað seint í leiknum.

KR komst í 0-2 í fyrri hálfleik með mörkum frá Benóný Breka Andréssyni og Aroni Sigurðarsyni en HK jafnaði í þeim seinni með mörkum Eiðs Gauta Sæbjörnssonar.

HK skoraði sigurmark leiksins á 85. mínútu, en þar var að verki Atli Þór Jónasson. Skömmu áður hafði KR þó komið boltanum í netið en markið var dæmt af.

Atli Arnarsson setti boltann þar í eigið net en var það metið svo að Atli Sigurjónsson hafi gerst brotlegur í aðdragandanum.

KR-ingar mótmæltu dómnum harðlega og frá nýju sjónarhorni séð má svo sannarlega segja að hann hafi verið umdeildur.

Um var að ræða þýðingarmikinn leik í botnbaráttunni. KR er í níunda sæti deildarinnar með 18 stig en HK er í því ellefta með stigi minna.

Atvikið frá hinu nýja sjónarhorni má sjá hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Christensen sagður vera til sölu

Christensen sagður vera til sölu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Trippier vill burt – Líklegt að hann endi hjá öðru liði í ensku úrvalsdeildinni

Trippier vill burt – Líklegt að hann endi hjá öðru liði í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er við það að verða leikmaður Manchester United

Er við það að verða leikmaður Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fabregas sankar að sér leikmönnum

Fabregas sankar að sér leikmönnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

„Getur ekki bara kastað frá þér deildinni því þú ert í Evrópu“

„Getur ekki bara kastað frá þér deildinni því þú ert í Evrópu“
433Sport
Í gær

Stjarnan birti stórskemmtileg skilaboð á X-inu: Eru alls ekki ólíkir – Sjáðu færsluna

Stjarnan birti stórskemmtileg skilaboð á X-inu: Eru alls ekki ólíkir – Sjáðu færsluna
433Sport
Í gær

Valdi óvænt nafn sem besta leikmann sögunnar – Messi og Ronaldo fengu ekki pláss

Valdi óvænt nafn sem besta leikmann sögunnar – Messi og Ronaldo fengu ekki pláss
Hide picture