fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
433Sport

Rekinn af ríkisútvarpinu fyrir óviðeigandi hegðun – Hefur þetta að segja um málið

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 23. ágúst 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður Tottenham og fleiri liða, var í gær rekinn frá breska ríkisútvarpinu, BBC, fyrir óviðeigandi hegðun. Talið er að hann hafi sent óviðeigandi skilaboð á kvenkyns samstarfsfélaga.

Jenas brá til að mynda fyrir í hinum afar vinsæla þætti Match of the Day. Töldu meira að segja margir að hann myndi taka við sem stjórnandi þáttarins af Gary Lineker einn daginn.

Það er ljóst að ekkert verður úr því. Jenas var hins vegar mættur á útvarpsstöðina Talksport fljótlega eftir fréttir gærdagsins. Þar var hann spurður út í brottreksturinn. Sagði hann til að mynda að það væru tvær hliðar á öllum málum og að hann myndi láta lögfræðinga sína í málið.

„Ég get ekki talað mikið um þetta. En eins og þið sjáið er ég ekki ánægður,“ sagði Jenas til að mynda þar.

„Þetta er erfitt en nú verð ég að hlusta á lögfræðinga mína,“ sagði hann enn fremur.

Jenas var einnig spurður út í það hvort fleiri en einn samstarfsmaður hafi kvartað undan hegðun hans en vildi fyrrum knattspyrnumaðurinn ekki svarað því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Martraðarbyrjun De Gea í Flórens – Myndband

Martraðarbyrjun De Gea í Flórens – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórtíðindi úr Liverpool-borg – Gæti skipt yfir til erkifjendanna

Stórtíðindi úr Liverpool-borg – Gæti skipt yfir til erkifjendanna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brentford kaupir Van den Berg frá Liverpool

Brentford kaupir Van den Berg frá Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Mögnuð endurkoma HK gegn KR

Besta deildin: Mögnuð endurkoma HK gegn KR
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Trippier vill burt – Líklegt að hann endi hjá öðru liði í ensku úrvalsdeildinni

Trippier vill burt – Líklegt að hann endi hjá öðru liði í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Almenn miðasala á leik Strákanna okkar hefst á morgun

Almenn miðasala á leik Strákanna okkar hefst á morgun
433Sport
Í gær

„Getur ekki bara kastað frá þér deildinni því þú ert í Evrópu“

„Getur ekki bara kastað frá þér deildinni því þú ert í Evrópu“
433Sport
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir þessi ummæli Ronaldo um Georginu á meðan heimurinn horfði – Myndband

Aðdáendur agndofa eftir þessi ummæli Ronaldo um Georginu á meðan heimurinn horfði – Myndband