fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
433Sport

Óvæntir orðrómar um nýjustu stjörnu United – Stoppar hann stutt á Old Trafford?

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 23. ágúst 2024 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leny Yoro, nýr leikmaður Manchester United, getur farið til Real Madrid á næstu árum, óski hann þess, vegna munnlegs samkomulagi hans við enska félagið. Þetta herma sögusagnir frá Spáni.

Hinn 18 ára gamli Yoro var keyptur frá Lille á 52 milljónir punda í sumar. Hann þykir afar spennandi leikmaður en því miður fyrir United meiddist hann og verður ekki klár fyrr en í nóvember, að því ert talið.

Áður en Yoro gekk í raðir United var hann sterklega orðaður við Real Madrid og héldu margir miðlar, sérstaklega á Spáni, því fram að hann vildi aðeins fara til spænska risans og að hann væri meira að segja til í að hinkra eftir þeim í ár til að fá skipti þangað.

Svo fór hins vegar ekki og kappinn hélt til United.

Nú heldur spænski miðillin Defensa Central, sem fjallar einmitt aðallega um Real Madrid, því fram að Yoro sé með munnlegt samkomulag við forráðamenn United um að fá að fara til Real Madrid árið 2026, berist tilboð í kringum 45 milljónir punda og ef Frakkinn ungi vill fara.

Ekkert er þó staðfest í þessum efnum og verður að teljast ólíklegt að United myndi selja Yoro á minna en félagið keypti hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Splunkunýtt sjónarhorn varpar nýju ljósi á það sem gerðist í Kórnum í gærkvöldi

Splunkunýtt sjónarhorn varpar nýju ljósi á það sem gerðist í Kórnum í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer ekki frá Juventus og samþykkir að framlengja

Fer ekki frá Juventus og samþykkir að framlengja
433Sport
Í gær

Svona áttu að bera nöfn stjarnanna í enska boltanum fram – Netverjar steinhissa á þessu nafni

Svona áttu að bera nöfn stjarnanna í enska boltanum fram – Netverjar steinhissa á þessu nafni
433Sport
Í gær

Sádar bjóða í manninn sem er í frystikistu Pep

Sádar bjóða í manninn sem er í frystikistu Pep