fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2024
433Sport

Arnar fundið fyrir pressu frá gjaldkeranum – „Mikið undir og af hverju ekki bara að tala um það?“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings, segir að andstæðingur morgundagsins í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar sé svo sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. Hans menn þurfi að eiga toppleik.

Víkingur er kominn alla leið í lokaeinvígi um sæti í riðlakeppninni í haust og andstæðingurinn þar er Santa Coloma frá Andorra. Ljóst er að Víkingur þykir mun sigurstranglegri fyrir leikinn annað kvöld.

„Við erum allir gríðarlega vel stemmdir. Eina sem hefur verið að í þessu mikla leikjaálagi er að við fáum nánast engan tíma úti á velli. Þetta eru meira fara fundir og endurheimt og þess háttar. Það hefur mikið reynt á nýja hlið í þjálfun sem við erum búnir að læra mikið af á þessu tímabili. En ég held að stemningin á morgun og adrenalínið sem leiknum fylgir muni knýja menn áfram,“ segir Arnar.

video
play-sharp-fill

Arnar hefur tvisvar gert Víking að Íslandsmeisturum og fjórum sinnum að bikarmeisturum. En er þetta einvígi það stærsta í hans þjálfaratíð í Víkinni?

„Það er góð spurning. Það er erfitt að bera þetta saman því þetta eru allt risastórir leikir. Ég hef fundið fyrir gríðarlegri pressu í sumar, sérstaklega frá gjaldkera félagsins, að við komumst í gegn. Þetta skiptir klúbbinn auðvitað gríðarlega miklu máli, gefur okkur smá andrými upp á framtíðina. Það er mikið undir á morgun og af hverju ekki bara að tala um það? Leikmenn eru hvort sem er það klárir að þeir fatta það. Reynum bara að mæta óttanum og kvíðanum sem fylgir því að spila svona leiki. En ef við erum vel undirbúnir þegar leikurinn byrjar þá ættu leikmenn að vera fljótir að komast yfir það.“

Það hefur einmitt eitthvað verið rætt og ritað um fjárhagsstöðuna í Víkinni og mikilvægi þess að fara langt í Evrópu – með þeim fjármunum sem það fylgir. Hefði það verið mikið högg fyrir félagið að komast ekki áfram gegn Flora Tallinn í síðustu umferð?

„Við hefðum alltaf fundið einhverjar leiðir en með þessar upphæðir sem eru í boði í Evrópufótboltanum skiptir það auðvitað rosalega miklu máli. Mantran á hverju ári er búin að vera að standa ekki í stað. Það fylgir því alltaf að taka skref fram á við. Þú ert ekkert endilega að bæta við leikmannahópinn en við sjáum það núna að við erum með geggjað sjúkraþjálfarateymi, getum við bætt við auka nuddurum eða auka sjúkraþjálfara? Allt sem því fylgir sem að komast áfram í svona keppnum gerir okkur kleift að gera,“ segir Arnar.

Arnar viðurkennir að það komi sér á óvart að lið frá Andorra sé komið alla leið að síðustu hindruninni fyrir sjálfa riðlakeppnina. Það sýni að um sé að ræða sterkara lið en margir gera sér grein fyrir.

„Ég var að rifja upp hvernig í andskotanum þeir komust þangað og þá kom það í ljós að þeir unnu mjög sterkan sigur á meisturunum frá Kósóvó í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Glöggir muna kannski eftir að Blikar duttu út fyrir liðinu í þriðja sæti í Kósóvó. Það sýnir okkur að þetta er sýnd veiði en ekki gefin. Þeir kunna ýmislegt fyrir sér í fótbolta, en okkar tilfinning er sú að ef við eigum tvo toppleiki þá eigum við að komast áfram. En við ætlum ekki að fara að vanmeta þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfesta loks komu Gallagher til spænsku höfuðborgarinnar

Staðfesta loks komu Gallagher til spænsku höfuðborgarinnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
U-beygja hjá Ten Hag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Felix líklega kynntur í dag

Felix líklega kynntur í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Færa leikinn vegna hins skelfilega slyss í gær

Færa leikinn vegna hins skelfilega slyss í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er lið ársins í ensku úrvalsdeildinni – Enginn Palmer

Þetta er lið ársins í ensku úrvalsdeildinni – Enginn Palmer
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skilur ekki hugsun leikmanna: Eiga ekki að semja við þetta félag – ,,Af hverju myndirðu fara þangað?“

Skilur ekki hugsun leikmanna: Eiga ekki að semja við þetta félag – ,,Af hverju myndirðu fara þangað?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Manchester United gerir ráð fyrir tilboðum frá Chelsea og Sádi-Arabíu

Manchester United gerir ráð fyrir tilboðum frá Chelsea og Sádi-Arabíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skipta um fyrirliða á óvenjulegan hátt

Skipta um fyrirliða á óvenjulegan hátt
433Sport
Í gær

Tekjudagar DV: Nýr framkvæmdastjóri KSÍ þénaði vel í Kópavogi – Tveir aðrir með yfir milljón á mánuði

Tekjudagar DV: Nýr framkvæmdastjóri KSÍ þénaði vel í Kópavogi – Tveir aðrir með yfir milljón á mánuði
433Sport
Í gær

Færist nær Liverpool – Spilar ekki með liðinu fyrr en á næstu leiktíð

Færist nær Liverpool – Spilar ekki með liðinu fyrr en á næstu leiktíð
Hide picture