Damir þénaði vel rúmlega milljón á mánuði í fyrra, en hann er eini leikmaðurinn sem nær sjö stafa tölu. Næstur á eftir var Valsarinn Frederik Schram með 745 þúsund og svo liðsfélagi hans, Hólmar Örn Eyjólfsson, með 735 þúsund. Liðfélagi Damirs, Höskuldur Gunnlaugsson, þénar svo nánast jafnmikið og Hólmar.
Launalægstur á síðasta ári af þeim sem á listanum eru er Emil Atlason, framherji Stjörnunnar. Hann er töluvert á eftir næsta manni. Emil skrifaði undir nýjan samning við Garðbæinga í vetur og telja kjör hans samkvæmt honum því ekki í þessari úttekt.
Hér að neðan er listinn í heild.
Nafn – Lið – Laun
Aron Jóhannsson – Valur – 571,056
Hólmar Örn Eyjólfsson – Valur – 735,380
Patrick Pedersen – Valur – 664,356
Frederik Schram – Valur – 745,851
Höskuldur Gunnlaugsson – Breiðablik – 734,376
Damir Muminovic – Breiðablik – 1,151,282
Oliver Ekroth Víkingur – 586,836
Pablo Punyed – Víkingur – 653,996
Nikolaj Hansen – Víkingur – 649,198
Emil Atlason – Stjarnan – 164,204
Björn Daníel Sverrisson – FH – 488,679
Hallgrímur Mar Steingrímsson – KA – 540,315