fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
433Sport

KR slítur samstarfinu fyrirvaralaust – „Kemur okkur á óvart“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 15:13

Frá Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. Mynd: Grótta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR hefur slitið samstarfi við Gróttu í 2., 3., og 4. flokki kvenna. Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu sendi frá sér tilkynningu þess efnis áðan að stjórn knattspyrnudeildar KR hafi slitið samstarfinu.

„Þessi ákvörðun var tilkynnt án nokkurs fyrirvara og kemur okkur á óvart. Að okkar mati hefur samstarfið borið góðan ávöxt hingað til og skapað svigrúm til að veita sem flestum iðkendum verkefni við hæfi,“ segir meðal annars í tilkynningu Gróttu, en samstarfið nær meira en áratug aftur í tímann.

„Knattspyrnudeild Gróttu mun halda sínu striki og starfrækja alla yngri flokka kvenna á komandi tímabili þar sem haldið verður áfram að byggja ofan á það frábæra starf sem unnið hefur verið í kvennaknattspyrnu á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er meistaraflokkur kvenna í toppbaráttu í Lengjudeildinni annað tímabilið í röð og uppaldar Gróttustelpur hafa skilað sér upp í liðið nær árlega. Og við erum rétt að byrja.“

Tilkynning Gróttu í heild
Fyrr í dag var okkur í stjórn knattspyrnudeildar Gróttu tilkynnt um að stjórn knattspyrnudeildar KR hefði ákveðið að slíta samstarfi við Gróttu í 2., 3. og 4. flokki kvenna. Ávörðunin tekur gildi frá og með lokum keppnistímabils í Íslandsmóti. Þessi ákvörðun var tilkynnt án nokkurs fyrirvara og kemur okkur á óvart. Að okkar mati hefur samstarfið borið góðan ávöxt hingað til og skapað svigrúm til að veita sem flestum iðkendum verkefni við hæfi.

Knattspyrnudeild Gróttu mun halda sínu striki og starfrækja alla yngri flokka kvenna á komandi tímabili þar sem haldið verður áfram að byggja ofan á það frábæra starf sem unnið hefur verið í kvennaknattspyrnu á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er meistaraflokkur kvenna í toppbaráttu í Lengjudeildinni annað tímabilið í röð og uppaldar Gróttustelpur hafa skilað sér upp í liðið nær árlega. Og við erum rétt að byrja. Tilkynnt verður um þjálfara og æfingatíma á næstunni. Allt kapp verður lagt á að byggja upp sterka einstaklinga og frambærilegar knattspyrnukonur til framtíðar.

Við þökkum nágrönnum okkar í KR fyrir samstarfið og óskum félaginu velfarnaðar.

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Gróttu mun boða foreldra í viðeigandi flokkum á upplýsingafund í næstu viku þar sem farið verður betur yfir næstu skref.

Virðingarfyllst,
Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Pep búinn að segja já við endurkomunni

Pep búinn að segja já við endurkomunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tekjudagar DV: Damir sá eini sem skreið yfir milljón – Emil náði ekki 200 þúsund kalli

Tekjudagar DV: Damir sá eini sem skreið yfir milljón – Emil náði ekki 200 þúsund kalli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn tóku illa í hegðun stjörnunnar – ,,Eins og hann sé Cristiano Ronaldo“

Stuðningsmenn tóku illa í hegðun stjörnunnar – ,,Eins og hann sé Cristiano Ronaldo“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jóhann Berg mættur til Sádí Arabíu og skrifar undir á næstu dögum

Jóhann Berg mættur til Sádí Arabíu og skrifar undir á næstu dögum