Óskar þénaði rúmlega 1,8 milljónir króna á mánuði á síðasta ári. Hann þjálfaði Breiðablik lengst af ári, eða þar til í byrjun október, er hann hélt til Noregs. Nú er Óskar tekinn við sem þjáfari KR.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var næstur á eftir Óskari með um 1,1 milljón á mánuði. Því næst koma Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og Halldór Árnason, arftaki Óskars í Kópavoginum og fyrrum aðstoðarmaður hans.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var með lægstu tekjurnar í fyrra eða um 300 þúsund krónur. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var með næstlægstu tekjurnar eða um 385 þúsund.
Þjálfarar í Bestu deild karla – Lið – Laun
Arnar Gunnlaugsson – Víkingur – 998,751
Rúnar Kristinsson – fyrrv. KR nú Fram – 699,771
Arnar Grétarsson – fyrrv. Valur – 793,440
Halldór Árnason – Breiðablik – 930,491
Óskar Hrafn Þorvaldsson – Fyrrv. Breiðablik nú KR – 1,828,245
Jón Þór Hauksson – ÍA – 838,581
Heimir Guðjónsson – FH – 972,091
Jökull Elísabetarson – Stjarnan – 384,560
Hallgrímur Jónasson – KA – 300,650
Davíð Smári Lamude – Vestri – Ekki fundust upplýsingar um tekjur
Ómar Ingi Guðmundsson – HK – 598,000
Rúnar Páll Sigmundsson – Fylkir – 1,110,975
Pálmi Rafn Pálmason – Fyrrv. KR (kk. og kvk.) – 704,626