Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, viðurkennir að hann elski einn leikmann erkifjendana í Manchester United.
Sá leikmaður heitir Kobbie Mainoo og er enskur landsliðsmaður í dag – hann vakti fyrst athygli síðasta vetur á miðju United.
Carragher er ekki duglegur að hrósa leikmönnum United en hefur ekkert nema góða hluti að segja um Mainoo sem er 19 ára gamall.
,,Hann hefur verið framúrskarandi. Ég elska að horfa á hann spila og líka hvað hann gerði á EM í sumar,“ sagði Carragher.
,,Hann sló í gegn á síðasta tímabili þegar við vorum að setja spurningamerki við miðju United.“
,,Casemiro þarf á liðsfélaga að halda á miðjunni og Mainoo þarf liðsfélaga á miðjunni. Ég held að hann verði ofurstjarna í framtíðinni.“