Chelsea gæti lent í ansi miklu veseni með að losa enska landsliðsmanninn Ben Chilwell í sumarglugganum.
Frá þessu greinir Athletic en Enzo Maresca, stjóri Chelsea, virðist ekki ætla að treysta á vinstri bakvörðinn í vetur.
Maresca vill frekar treysta á Marc Cucurella í vinstri bakverði en hann spilaði vel með spænska landsliðinu á EM í sumar.
Ástæðan er einföld en Chilwell er á himinháum launum hjá Chelsea og er gríðarlega oft meiddur sem setur stórt strik í reikninginn.
Chilwell spilaði aðeins 13 leiki í deildinni á síðustu leiktíð en hann á enn þrjú ár eftir af samningi sínum á Stamford Bridge.