Flora Tallinn 1 – 2 Víkingur
0-1 Aron Elís Þrándarson(‘6)
0-2 Nikolaj Hansen(’36)
1-2 Markus Soomets(’53)
Víkingur Reykjavík er komið í næstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar eftir leik við Flora Tallin í kvöld.
Leikið var ytra að þessu sinni en fyrri leiknum lauk með jafntefli á Víkingsvelli.
Íslandsmeistararnir kláruðu þó verkefnið í Eistlandi í kvöld en liðið vann heimamenn með tveimur mörkum gegn einu.
Aron Elís Þrándarson og Nikolaj Hansen sáu um að skora mörk Víkings í fyrri hálfleik.
Markus Soomets lagaði stöðuna fyrir Flora sem dugði ekki til og spilar Víkingur við Santa Coloma í umspilsleik um sæti í riðlakeppninni.