fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
433Sport

Börkur sendir „alla tertuna“ í andlitið á Arnari Gunnlaugssyni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals hefur Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings að háð og spotti í pistili á Facebook. Hjörvar Hafliðason, Dr. Football fjallaði um málið.

Tilefni pistils Barkar eru ummæli sem Arnar Gunnlaugsson lét falla í viðtali við Fótbolta.net.

Arnar var dæmdur í þriggja leikja bann af KSI fyrir ósæmilega hegðun gegn Vestra þar sem hann missti stjórn á skapi sínu. Hafa margir reynt að sparka í Arnar undanfarna daga og gagnrýna hann.

„Síðasti maðurinn með væna sneið, hann var með alla tertuna,“ sagði Hjörvar Hafliðason um pistilinn frá Berki, formanni knattspyrnudeildar Vals.

Börkur ritaði. „Þegar góður vinur dómara tók reiði- og frekjukast eingöngu til að fórna sér fyrir alla leikmenn, þjálfara og dómara til að lokakafli Íslandsmótsins verði sá besti í sögunni.“ skrifaði Börkur á Facebook.

Hann segir Arnar hafa tekið að sér hlutverk talsmanns. „Eitthvað varð að gera segir þessi nýjasti talsmaður þjálfara, leikmanna og dómara!.“

Ummæli Arnars í viðtali við Fótbolta.net voru eftirfarandi. „Ég tek þessu banni alveg. Ég gerði mig náttúrulega að fífli fyrir að tjá mig um atvik, sem ég tek sérstaklega fram að endaði á að vera frábær tækling og ekkert að henni, en það voru nokkrir hlutir sem höfðu pirrað mig illilega, bæði í leiknum gegn Vestra og í leikjum á undan. Ég hef vanalega verið góður vinur dómaranna, að því leyti að ég er ekki mikið að tjá mig eftir leiki, en stundum springur maður,“ sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Ég vona að það sem kemur út úr þessu sé að bæði leikmenn, þjálfarar og dómarar taki sig almennilega á svo þetta verði besti lokakafli í sögu Íslandsmótsins. Ef að þetta bann hjálpar til þess, þá verð ég glaður. Það þurfti eitthvað að gera, það var of mikið af kvörtunum, of mikið af ákvörðunum og líka mistök hjá okkur þjálfurum og leikmönnum. Það er fínt inn á milli að vekja menn aðeins upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

UEFA íhugar reglubreytingar eftir uppákomuna í gær

UEFA íhugar reglubreytingar eftir uppákomuna í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er með rosalegt tilboð á borðinu

Er með rosalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United klárt í að taka þátt í kapphlaupinu – Þetta er verðið

United klárt í að taka þátt í kapphlaupinu – Þetta er verðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar: „Mér hugnast það illa“

Arnar: „Mér hugnast það illa“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Opnar sig um falskar sögusagnir og ógeðfellt áreiti í myndbandi – „Ég titra því mig langar ekki að tala um þetta“

Opnar sig um falskar sögusagnir og ógeðfellt áreiti í myndbandi – „Ég titra því mig langar ekki að tala um þetta“