Tveir fyrrum landsliðsmenn Englands verða sparkspekingar í þættinum vinsæla Match of the Day í sumar.
Frá þessu greinir BBC en Match of the Day er afskaplega vinsæll knattspyrnuþáttur í Bretlandi.
Ian Wright, goðsögn Arsenal, ákvað að stíga til hliðar og í hans stað koma inn Theo Walcott og Joe Hart.
Walcott er fyrrum leikmaður Arsenal og Hart gerði garðinn frægan með Manchester City sem markvörður.
Hart reyndi fyrir sér í hlutverki sparkspekings á EM í sumar en hann lagði nýlega hanskana á hilluna.