Wojciech Szczesny, markvörður Juventus, er víst búinn að ákveða það að rifta samningi sínum við félagið.
Frá þessu greina ítalskir miðlar en Szczesny hefur verið aðalmarkvörður Juventus frá árinu 2018.
Fyrir það lék Szczezny með Roma á Ítalíu á láni og var áður hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Talið er að Thiago Motta, nýr stjóri Juventus, ætli ekki að treysta á Pólverjann í vetur og getur því valið á milli Michele Di Gregorio og Mattia Perin.
Szczezny verður því mögulega fáanlegur á frjálsri sölu í sumar en samningur hans rennur út 20256.
Szczesny er 34 ára gamall og á að baki 84 landsleiki fyrir Pólland.