Dwight Yorke, goðsögn Manchester United, myndi skipta á framherjum við Liverpool ef hann fengi það boð.
Yorke var þá að tala um Rasmus Hojlund og Darwin Nunez en sá fyrrnefndi leikur með United og sá síðarnefndi með Liverpool.
Yorke virðist hafa mikla trú á Nunez og segir að hann sé ekki langt frá því að verða besti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
,,Ef ég mætti skipta á leikmönnum þá myndi ég taka Darwin Nunez frekar en Rasmus Hojlund, hann er með meira í vopnabúrinu,“ sagði Yorke.
,,Hann er með hraðann, hann er með kraftinn, hann getur skallað boltann og er alltaf erfiður við að eiga – hann þarf bara að bæta færanýtinguna og þá er hann sá besti í deildinni.“
,,Við þurfum að bíða og sjá hvort það lagist að lokum en sem þjálfari þá myndi ég velja Nunez yfir Hojlund alla daga vikunnar.“