fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
433Sport

Hreint ótrúlegar ástæður fyrir því að hann hafnaði Liverpool í gær

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 08:16

Martin Zubimendi. Getty Images.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Zubimendi miðjumaður Real Sociedad lét forráðamenn Liverpool vita af því í gærkvöldi að hann ætlaði ekki að koma til félagsins.

Forráðamenn Liverpool töldu allt að verða klappað og klárt og kom því símtalið frá Zubimendi á óvart.

Zubimendi er 25 ára miðjumaður en forráðamenn Sociedad og þjálfari liðsins Imanol Alguacil lagði mikla pressu á hann.

Þannig segja spænskir miðlar að þjálfarinn hafi talað mikið um það hversu svekktir stuðningsmenn liðsins yrðu ef hann færi.

Þá var sett saman kynning fyrir Zubimendi með matnum sem er í boði í San Sebastian og farið yfir fjallið Ulia sem Zubimendi er sagður elska að klífa.

Þá var hann minntur á viðtal eftir úrslitaleik Evrópumótsins þar sem Zubimendi sagði að hann færi ekki frá félaginu.

Forráðamenn Liverpool eru svekktir, þeir lögðu mikið í sölurnar og buðu Zubimendi miklu hærri laun en hann fær á Spáni en hann ákvað að halda tryggð við sitt félag eftir mikla pressu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sævar Atli orðaður við Þýskaland

Sævar Atli orðaður við Þýskaland
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jökull lenti í afar óhugnanlegu atviki – „Veit ekki hvort þú verðir góður eftir sex vikur eða sért að fara að deyja í næstu viku“

Jökull lenti í afar óhugnanlegu atviki – „Veit ekki hvort þú verðir góður eftir sex vikur eða sért að fara að deyja í næstu viku“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot gefur sterklega í skyn að Trent sé að framlengja – ,,Ætti að segja ykkur alla söguna“

Slot gefur sterklega í skyn að Trent sé að framlengja – ,,Ætti að segja ykkur alla söguna“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fá mikinn skít fyrir hækkun á miðaverði – Tvöfalt meira en áður og nú þurfa börnin að borga

Fá mikinn skít fyrir hækkun á miðaverði – Tvöfalt meira en áður og nú þurfa börnin að borga
433Sport
Í gær

Vandræðagemsinn entist ekki lengi í nýju starfi

Vandræðagemsinn entist ekki lengi í nýju starfi
433Sport
Í gær

Ótrúleg upphæð í boði fyrir að vinna mótið í sumar

Ótrúleg upphæð í boði fyrir að vinna mótið í sumar