Raphael Varane varnarmaður Como byrjar ekki vel hjá félaginu en hann þurfti að fara af velli eftir tuttugu mínútur í fyrsta leik.
Þessi 31 árs gamli franski varnarmaður samdi við Como á dögunum og kom hann frítt frá Manchester United.
Meiðsli hafa hrjáð Varane síðustu ár og eftir tuttugu mínútur í fyrsta leik fór hann af velli meiddur.
Como tapaði gegn Sampdoria í bikarnum á Ítalíu en leikurinn endaði í vítaspyrnukeppni.
Varane hefur átt frábæran feril og átti mögnuð ár hjá Real Madrid en fann sig ekki hjá Manchester United vegna meiðsla sem hrjáðu hann sí og æ.