Real Sociedad hefur sett aukna pressu á Martin Zubimendi miðjumann liðsins og látið vita að það þurfi að borga 51 milljón punda klásúluna ef hann ætlar að fara í.
Liverpool vill kaupa Zubimendi og hafði félagið vonast eftir því að geta rætt við Sociedad um kaupverðið.
The Times segir hins vegar frá því að engar viðræður verði, hægt sé að borga klásúluna en annars sé Zubimendi ekki til sölu.
Paul Joyce sem er einn virtasti blaðamaðurinn þegar kemur að málefnum Liverpool segir frá þessu.
Zubimendi ef efstur á óskalista Arne Slot en Liverpool hefur ekki fest kaup á leikmanni eftir að hollenski stjórinn tók við.
Liverpool þyrfti því að fara með Zubimendi á skrifstofu La Liga í Madrid og borga klásúluna í eingreiðslu.
Liverpool-Zubimendi latest https://t.co/JtjvzBPRZ3
— paul joyce (@_pauljoyce) August 12, 2024