Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui voru mættir snemma í morgun í einkaflugvél sína sem flaug þeim yfir til Manchester.
Manchester United fékk tilboð í leikmennina samþykkt á laugardag og eru þeir félagar nú á leið í læknisskoðun.
Búist er við að þessir leikmenn Bayern skrifi undir í dag og hefur þá Erik ten Hag sótt ellefu leikmenn úr hollenska skólanum, marga þjálfaði hann áður.
De Ligt og Mazraoui léku báðir undir stjórn Ten Hag hjá Ajax en það gerðu líka Lisandro Martinez, Antony, Andre Onana.
Tyrrel Malacia, Christian Eriksen, Wout Weghorst, Mason Mount, Sofyan Amrabat og Josuha Zirkzee léku allir í Hollandi og sumir fyrir Ten Hag hjá öðrum liðum.