fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
433Sport

Kennir lélegri frammistöðu um það að hafa verið sakaður um að hafa beitt unnustu sína grófu ofbeldi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 12:30

Antony og Cavalin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony kantmaður Manchester United segir að ásaknir um gróft heimilisofbeldi hafi haft gríðarleg áhrif á frammistöðu hans innan vallar á síðustu leiktíð.

Lögreglan í Manchester og í Brasilíu er enn að rannsaka mál Antony. Hann er sakaður um ofbeldi gegn fyrrum unnustu sinni. Antony hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni og hafnar þar öllum þeim ásökunum sem hann hefur setið undir. Gabriella Cavallin sem er nú fyrrum unnusta Antony segist hafa óttast um líf sitt þegar hann á að hafa lagt á hana hendur.

„Ég var mjög ósáttur með síðasta tímabil en það var rosalega mikið sem gerðist í persónulega lífinu,“ segir Antony um málið.

Cavallin fór til lögreglunnar og segir að Antony hafi beitt sig líkamlegu ofbeldi. Segja fjölmiðlar að um sé að ræða fjögur skipti sem hún sakar Antony um ofbeldi. Segir í fréttum í Brasilíu að Cavallin hafi farið með myndir af meintum áverkum til lögreglunnar og samskipti þeirra á milli.

Cavallin heldur því fram að Antony hafi haldið sér læstri inn á heimili hans í Manchester. „Hann braut ferðatöskuna mína, tók handtöskuna mína, vegabréfið mitt. Hann braut farsímann minn, hann vildi ekki sleppa mér,“ sagði Cavallin..

Antony segir málið hafa haft gríðarleg áhrif á sig og neitar áfram sök. „Sama hvað fólk segir þá hafði þetta mál áhrif á mig innan vallar.“

„Allt sem ég gekk í gegnum var erfitt fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég hef lært mikið af þessu, ég hef þroskast. Ég trúi því að ég hafi lært mikið á þessu erfiða máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sterling í hópi með Beckham, Kane og Rooney

Sterling í hópi með Beckham, Kane og Rooney
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti endað í London í sumar – Þyrftu að reiða fram sjö milljarða

Gæti endað í London í sumar – Þyrftu að reiða fram sjö milljarða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er með rosalegt tilboð á borðinu

Er með rosalegt tilboð á borðinu
433Sport
Í gær

Rakst á vændiskonu sem tengdist stóru hneyksli – Það sem hann sagði við hana var hreint lygilegt

Rakst á vændiskonu sem tengdist stóru hneyksli – Það sem hann sagði við hana var hreint lygilegt
433Sport
Í gær

Gæti snúið aftur til Englands frítt í sumar

Gæti snúið aftur til Englands frítt í sumar