fbpx
Þriðjudagur 06.ágúst 2024
433Sport

Eiður Smári til umræðu á meðal frægra manna í Englandi – „Hann hefur aldrei fengið þá virðingu sem hann á skilið“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jimmy Floyd Hasselbaink fyrrum sóknarmaður Chelsea segir að Eiður Smári Guðjohnsen fái ekki þá virðingu sem hann á skilið í sögu Chelsea, hann sé vanmetnasti leikmaður í sögu félagsins.

Hollenski framherjinn og Eiður Smári náðu frábærlega saman hjá Chelsea og segir Hasselbaink að Eiður sé besti samherji sem hann hafði á ferlinum,

„Við skrifuðum undir á sama degi,“ sagð Hasselbaink í viðtali hjá Ben Foster en hann og Eiður mætti til Chelsea sumarið 2000. Foster birti klippinu fyrir nokkrum dögum.

Hasselbaink er frá Hollandi og það hjálpi sambandi þeirra að Eiður talaði hollensku. „Hann spilaði fyrir PSV og talaði hollensku, Við náðum saman innan sem utan vallar um leið. Hann er vanmetnasti leikmaður í sögu Chelsea, hann er svo tæknilega góður. Hann skilur leikinn svo vel, hann er á réttum stöðum. Hann hefur aldrei fengið þá virðingu sem hann á skilið.“

Hann segir að hann og Eiður hafi aldrei æft saman til að læra á hvorn annan. „Við vissum alltaf hvar hinn yrði, ég vissi blindandi að hann myndi gera þetta og tók hlaupið. Við æfðum þetta ekkert, þetta var bara náttúrulegt. Við vorum alltaf svo glaðir þegar hinn skoraði.“

Ben Foster tók til máls og sagði hreint ótrúlegt hversu góða ensku Eiður talar. „Þetta er einhver besti enski hreimur sem ég hef heyrt, ótrúlegt,“ sagði Foster.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Yoro verður lengi frá eftir aðgerð

Yoro verður lengi frá eftir aðgerð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Annar markmaður á leið til Chelsea?

Annar markmaður á leið til Chelsea?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sá þjálfara liðsins skalla leikmann varð ástfanginn um leið – Manst þú eftir þessu atviki?

Sá þjálfara liðsins skalla leikmann varð ástfanginn um leið – Manst þú eftir þessu atviki?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var bannað að mæta svo tóku yfir hjólhýsigarð í nágrenninu – Sjáðu myndirnar

Var bannað að mæta svo tóku yfir hjólhýsigarð í nágrenninu – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Merino velur Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hataður á vinnustaðnum eftir mjög umdeild ummæli: Fékk óblíðar móttökur er hann sneri aftur – Sjáðu myndbandið

Hataður á vinnustaðnum eftir mjög umdeild ummæli: Fékk óblíðar móttökur er hann sneri aftur – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Eggert Gunnþór tekur við af Mikael

Eggert Gunnþór tekur við af Mikael
433Sport
Í gær

Ein verstu kaup í sögu Arsenal en mun nú reyna fyrir sér hjá öðru stóru félagi

Ein verstu kaup í sögu Arsenal en mun nú reyna fyrir sér hjá öðru stóru félagi
433Sport
Í gær

Guardiola tjáir sig um orðrómana: ,,Veit ekki hvaðan þetta kemur“

Guardiola tjáir sig um orðrómana: ,,Veit ekki hvaðan þetta kemur“
433Sport
Í gær

Nágranninn bálreiður út í stórstjörnuna og sendir inn kvörtun: Segir hann vanvirða sitt einkalíf – ,,Hann sér inn í eldhúsið og garðinn“

Nágranninn bálreiður út í stórstjörnuna og sendir inn kvörtun: Segir hann vanvirða sitt einkalíf – ,,Hann sér inn í eldhúsið og garðinn“