Marseille hefur ákveðið að horfa annað eftir að hafa fengið höfnun frá enska stórliðinu Arsenal.
Frá þessu greinir Fabrizio Romano sem er einn virtasti ef ekki virtasti félagaskipta sérfræðingur Evrópu.
Eddie Nketiah, framherji Arsenal, var á óskalista Marseille en enska liðið hafnaði 27 milljóna evra tilboði á dögunum.
Romano segir að Marseille fari ekki hærra og sé nú að tryggja sér hinn 19 ára gamla Youssoufa Moukoko frá Dortmund.
Moukoko er 19 ára gamall sóknarmaður og er búinn að ná samkomulagi við franska félagið um persónuleg kaup og kjör.
Möguleiki er á að Moukoko verði lánaður til að byrja með og getur Marseille svo keypt hann endanlega næsta sumar.