Marc Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, hefur gefið ungstirni félagsins, Lamine Yamal, góð ráð fyrir komandi tímabil.
Yamal er 17 ára gamall og er einn efnilegasti ef ekki efnilegasti leikmaður heims og er liðsfélagi Þjóðverjans hjá Barcelona.
Það er mikið rætt um Yamal sem lék með Spánverjum á EM í sumar en hann þarf að taka gríðarlegri pressu og umfjöllun þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára að aldri.
,,Við þurfum að hrósa Xavi sem gaf honum sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu,“ sagði Ter Stegen en Xavi var látinn fara sem aðalþjálfari Barcelona fyrr á árinu.
,,Það er eitthvað sérstakt við þennan leikmann. Ég vona að hann sé jarðbundinn og hlusti ekki á of mikið hrós eða um eitt ákveðið augnablik, hann þarf að vinna fyrir liðið.“
,,Hann getur enn bætt sig og er enn mjög ungur, hann er bara að hefja sinn feril. Lamine veit að hann getur treyst á mig sama hvað.“