fbpx
Laugardagur 03.ágúst 2024
433Sport

Taka ekki mark á ummælunum: Vill fá hjálp frá stjórnarmönnum – ,,Þetta er of mikið“

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. ágúst 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola skaut nýlega föstum skotum á yfirmenn hjá UEFA, FIFA og ensku úrvalsdeildarinnar fyrir komandi tímabil á Englandi.

Guardiola er að undirbúa sitt lið fyrir keppni í úrvalsdeildinni og leik gegn Manchester United í Samfélagsskildinum.

Mikið álag er á stjörnum víðs vegar um Evrópu eftir EM í sumar en Ólympíuleikarnir eru einnig í gangi þar sem þónokkur stór nöfn taka þátt.

Guardiola segir sjálfur að hann þurfi að sjá um eigin leikmenn þar sem þeir fái litla sem enga hjálp frá stjórnendum deildarinnar.

,,Við verðum mættir í stand of seint, þetta snýst allt um að tapa ekki of mörgum stigum, við viljum veita samkeppni. Við erum ekki með alla leikmenn því þeir þurfa hvíld,“ sagði Guardiola á dögunum.

,,Ef stóru samböndin eins og FIFA, UEFA og enska úrvalsdeildin hugsa ekki um leikmennina þá þurfa þjálfararnir að gera það, annars munu þeir deyja.“

,,Þetta er of mikið, þrjár vikur eða mánuður er það sem við þurfum en svona er keppnin og við þurfum að aðlagast.“

Enskir miðlar segja að ummæli Guardiola hafi haft lítil sem engin áhrif á knattspyrnusambandið á Englandi og hvað þá bæði UEFA og FIFA.

Það er lítið verið að spá í því að breyta fyrirkomulaginu á komandi árum og er útlit fyrir að Guardiola þurfi að sjá um eigin menn í einhver ár til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lukaku í annað lið í úrvalsdeildinni?

Lukaku í annað lið í úrvalsdeildinni?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vill fá betri kjör hjá Chelsea og er þá til í að vera áfram

Vill fá betri kjör hjá Chelsea og er þá til í að vera áfram