Það er augljóst hver tekur við Manchester United í vetur ef félagið ákveður að láta Hollendinginn Erik ten Hag fara.
Þetta segir Dwight Yorke, fyrrum leikmaður liðsins, en hann segir að Ruud van Nistelrooy verði ráðinn til starfa ef eitthvað fer úrskeiðis.
Van Nistelrooy er fyrrum leikmaður United en hann var ráðinn inn í þjálfarateymi félagsins fyrr í sumar.
,,Það er augljóst hvað Manchester United gerir ef þeir ákveða að reka Ten Hag – þeir munu ráða inn Ruud van Nistelrooy,“ sagði Yorke.
,,Þetta er ekki beint hentug staða fyrir þjálfara liðsins. Ég þekki Ruud vel og hann er frábær náungi en er með sín eigin markmið og eigin metnað.“
,,Ég get bara talað um mína reynslu en fyrir mér er það ekki frábær tilfinning að vita af því að ef eitthvað fer úrskeiðis þá ert þú næstur inn.“