fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
433Sport

Segir að stórliðið sé að gera risastór mistök: Undrabarnið á förum? – ,,Veit hvað hann þarf að gera“

Victor Pálsson
Föstudaginn 2. ágúst 2024 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Patrick Williams hefur skotið föstum skotum á þýska stórliðið Borussia Dortmund.

Það er vegna hins 19 ára gamla Youssoufa Moukoko sem er að öllum líkindum á förum frá félaginu í sumar.

Williams er umboðsmaður sóknarmannsins sem spilaði aðeins 27 leiki á síðustu leiktíð í öllum keppnum og skoraði sex mörk – mest megnis var hann notaður sem varamaður og kom inn af bekknum.

Útlit er fyrir að Moukoko hafi ákveðið að kveðja Dortmund og er Williams staðráðinn í að Dortmund muni sjá eftir þeirri ákvörðun að standa ekki við eigin loforð.

,,Youssoufa er gríðarlega efnilegur leikmaður en því miður fékk hann ekki að sanna það á síðustu leiktíð,“ sagði Williams.

,,Þeir lofuðu honum gull og grænum skóm en stóðu ekki við þau loforð. Hann hafði aðeins áhuga á að spila leiki og þróa sinn leik – annað en fjölmiðlar fjölluðu um.“

,,Dortmund er að gera risastór mistök með því að missa af Youssoufa, miðað við spilatíma hans þá er vitað að verðimiðinn á honum er ekki hár og Dortmund getur ekki búist við miklu.“

,,Við vildum að hlutirnir myndu ganga öðruvísi fyrir sig en svona er fótboltinn. Youssoufa er búinn að taka ákvörðun og er einbeittur, hann veit hvað hann þarf til að koma ferlinum af stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Það versta í 17 ár

Það versta í 17 ár
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu lygilegt atvik: Vissi ekki að hann væri enn í beinni útsendingu og gerði þetta á meðan heimsbyggðin horfði

Sjáðu lygilegt atvik: Vissi ekki að hann væri enn í beinni útsendingu og gerði þetta á meðan heimsbyggðin horfði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Walker opnar sig – Erfitt samtal við Guardiola

Walker opnar sig – Erfitt samtal við Guardiola
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Balotelli strax á förum

Balotelli strax á förum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona verða úrslitin í Reykjavíkurmótinu – Báðir leikir í Egilshöll

Svona verða úrslitin í Reykjavíkurmótinu – Báðir leikir í Egilshöll
433Sport
Í gær

Ronaldo og félagar virkja samtalið

Ronaldo og félagar virkja samtalið
433Sport
Í gær

United undirbýr nýtt tilboð – Annað félag nú komið í umræðuna

United undirbýr nýtt tilboð – Annað félag nú komið í umræðuna
433Sport
Í gær

Leikmaður United rak upp miðfingurinn er ljósmyndarar smelltu af

Leikmaður United rak upp miðfingurinn er ljósmyndarar smelltu af