Það er góður möguleiki á að Matthijs De Ligt endi ekki hjá Manchester United í sumar eins og búist var við.
Frá þessu greinir Sky í Þýskalandi en um er að ræða varnarmann Bayern Munchen í Þýskalandi.
Bayern ku vera opið fyrir því að losa De Ligt en ekkert samkomulag er í höfn við enska stórliðið.
Sky segir að De Ligt sé mættur aftur til Þýskalands og æfir með aðalliðinu þessa stundina eftir sumarfrí.
Óvíst er hvað De Ligt vill gera í sumarglugganum en Bayern heimtar 50 milljónir evra á meðan United vill aðeins borga um 35 milljónir.