fbpx
Fimmtudagur 01.ágúst 2024
433Sport

Heimkoma Arons Einars staðfest í miklu fjölmenni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 17:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimkoma Arons Einars Gunnarssonar í Þór var staðfest í miklu fjölmenn á Akureyri rétt í þessu. Aron kemur heim eftir átján ár í atvinnumennsku.

Aron Einar skrifar undir tveggja ára samning við uppeldisélagið. Hann segir ekki úitlokað að hann fari á láni frá Þór í lok ágúst.

„Ég fékk gæsahúð þegar ég var að koma hingað upp alla brekkuna, ég er mjög stoltur af því að vera komin heim,“ sagði Aron Einar.

„Þetta hefur alltaf verið planið, planið var alltaf að enda ferilinn. Ég hef verið að ganga í gegnum erfið meiðsli í ár, Þórsarar eru líka að hjálpa mér að koma mér í gang. Ég vil eiga eitt ár eftir með landsliðinu líka, landsliðsþjálfarinn velur mig frekar ef ég er að spila úti. Það hefur alltaf verið planið að koma heim í Þór, spila heilt sumar næsta sumar.“

Aron hefur glímt við mikil meiðsli. „Ég er búinn að æfa vel með FH, hef verið að taka þátt í öllum æfingum. Gengur vel loksins, það er búið að taka mikið á andlega og líkamlega. Ég er að sjá fyrir endann á þessu, verð kominn á fullt skrið í næstu viku.“

Aron var samningslaus eftir að samningur hans við Al-Arabi í Katar rann út í síðasta mánuði.

Þessi 35 ára gamli fyrirliði íslenska landsliðsins er því að mæta heim í Þorpið og tekur slaginn með uppeldisfélaginu í Lengjudeildinni.

Aron hefur glímt við nokkur meiðsli undanfarið ár en er að komast á skrið og vonast til að geta hjálpað Þór í þeirri baráttu sem félagið er í. Þór á áfram veika von að ná fimmta sæti Lengjudeildarinnar sem gefur sæti í umspil um laust sæti í deildinni en frammistaða liðsins í sumar hefur verið vonbrigði.

Aron Einar yfirgaf Þór fyrir 18 árum þegar hann gekk í raðir AZ Alkmaar í Hollandi, hann lék eftir það með Coventry og Cardiff í enska boltanum áður en hann hélt til Katar sumarið 2019.

Aron hefur spilað 103 landsleiki fyrir hönd Íslands og í flestum þeirra verið fyrirliði liðsins.

„Það er gríðarlega gaman, við erum fyrst og fremst virkilega glaðir að fá hann heim. Það var verst geymda leyndarmálið okkar að hann væri að koma, það er mikil rómantík yfir því. Það er falleg saga frá Aroni, hann hafði aldrei áhuga á neinu öðru. Við höfum unnið þetta af hans frumkvæði, ef það er eitthvað sem spilast vel fyrir hann þá spilast það vel fyrir okkur,“ sagði Sveinn Elías, formaður knattspyrnudeildar Þórs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýtt tilboð í McTominay á borði United – Verður líklega hafnað

Nýtt tilboð í McTominay á borði United – Verður líklega hafnað
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Endurkoma Arons Einars í Þorpið eftir 18 ár erlendis – Verður kynnt formlega í dag

Endurkoma Arons Einars í Þorpið eftir 18 ár erlendis – Verður kynnt formlega í dag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nágrannar að missa glóruna á stjörnunni – Börnin með partý og hundurinn gelltir sí og æ

Nágrannar að missa glóruna á stjörnunni – Börnin með partý og hundurinn gelltir sí og æ
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Úlfur Arnar sakar Gunnar Odd um hótanir í garð ungra manna – „Við vorum mjög hneykslaðir“

Úlfur Arnar sakar Gunnar Odd um hótanir í garð ungra manna – „Við vorum mjög hneykslaðir“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deild kvenna: Valur vann stórleikinn – Mögnuð endurkoma Víkinga

Besta deild kvenna: Valur vann stórleikinn – Mögnuð endurkoma Víkinga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tilbúinn að klára ferilinn á Old Trafford þrátt fyrir fá tækifæri – ,,Af hverju ekki?“

Tilbúinn að klára ferilinn á Old Trafford þrátt fyrir fá tækifæri – ,,Af hverju ekki?“
433Sport
Í gær

Fléttan að ganga upp og United mun selja Wan-Bissaka

Fléttan að ganga upp og United mun selja Wan-Bissaka
433Sport
Í gær

Virðist styttast í næstu stóru kaup Arsenal

Virðist styttast í næstu stóru kaup Arsenal